Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 139

Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 139
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 139 og mikið um uppsagnir hjá fyrirtækjum. En eftirspurn viðskiptavina okkar hefur aukist þar sem menn geta hag - rætt og aukið skilvirkni með hugbúnaði okkar og þjónustu. Þá eru lausnir okkar orðnar þekktari og fleiri notendur og það fréttist og því er mun meira um að hringt sé í fyrirtækið og beðið um kynningar.“ Virk starfsemi yfir sumarið mikilvæg Finnst þér atvinnulífið vera komið upp úr hjólförunum? „Nei, það tel ég ekki. Ég held samt að við séum á réttri leið en það tekur lengri tíma að koma okkur á betri stað. Það er mikið um fréttir af uppsögnum þar sem mjög hæfileikaríkt fólk er að missa vinnuna. Vonandi kemur kraftur í haust. Mér finnst sú tilhneiging hafa verið ríkjandi undanfarin ár að fyrirtæki vinna nánast bara á fullum krafti rúmlega helming af árinu. Desember er svo nánast dauður og byrjun janúar þegar fólk er að koma úr fríi, síðan taka við vetrarfrí í skólum og það hefur áhrif, þá páskar (vikur á undan og eftir) og fjöldi frídaga á fimmtu dögum sem eyðileggur föstudagana vinnulega séð. Þá var júlímánuður dauður í gamla daga en núna finnst mér mikil deyfð yfir öllu sumrinu og ekkert fer á fullt fyrr en í september. Þetta finnst mér þurfa að bæta. Það er hægt að hafa virka starfsemi og halda áfram með verkefni yfir sum - arið þótt fólk sé í fríi. Það er hægt að halda fundi þótt einhver komist ekki og stýra verkefnum í kringum það hverjir eru í fríi og hverjir ekki. Fyrir tækin á Íslandi þurfa að ná fram meiri framleiðni.“ rafræn skilríki gegnum farsíma Hvað nýjungum hefur fyrirtækið þitt bryddað upp á síðasta árið? „Það sem hefur vakið mesta athygli síðustu mánuði, bæði innanlands og erlendis, eru rafrænar undirskriftir okkar með rafrænum skilríkjum í farsíma, inni í CoreData-hug - búnaði okkar. Vegna þessa var okkur boðið að kynna hugbúnað okkar hjá tveimur aðilum á stærstu farsíma ráð - stefnu í heimi. Við bjóðum við skiptavinum að skrá sig inn í hugbúnað okkar með rafrænum skilríkjum í farsíma. Þá geta þeir einnig samþykkt skjöl og fundargerðir með þeim hætti. Dæmi um þetta er að Auðkenni hf. var fyrsta fyrirtækið í heim inum sem undirritaði árs - reikn ing sinn með rafrænum skilríkjum í farsíma. Þetta gátu þeir gert með því að nýta sér CoreData-hugbúnað okkar. Þá hefur aukist að við varð - veitum listaverk og viðskipta - vinur hefur aðgengi að munum sínum í gegnum CoreData- hugbúnað okkar og við þjón - ustum svo aðila ef skipta þarf út listaverki o.s.frv. Þetta er mjög flott þjónusta.“ Coredata­hugbúnaðar ­ lausnirnar Hvaða vörur eða þjónustu hefur fyrirtækið helst auglýst undanfarið ár? „Við höfum aðallega verið að auglýsa vörslusetur okkar þar sem við varðveitum skjöl, muni og listaverk. Við komum og tökum allt úr geymslum hjá fyrirtækjunum og komum því í gott stand. Þetta er mikil hagræðing fyrir fyrirtæki að útvista þessum þætti starf - seminnar og í leiðinni fá mun betra loft á skrifstofurnar og einbeita sér að sinni kjarna - starfsemi. Við erum með mjög miklar öryggiskröfur og þjónustu allan sólarhringinn. Þá höfum við verið að auglýsa CoreData-hugbúnaðarlausnir okkar og þá sérstaklega CoreData ECM og CoreData BoardMeetings auk CoreData Virtual Data Room. Þá vorum við einnig að auglýsa vertu LEAN með CoreData og ráð - gjöfum okkar. Þessar lausnir hafa vakið mikla athygli. Þá höfum við verið að koma Core - Data Quality á framfæri. Nú erum við einnig að herja á fyrirtæki að koma með fundar - gerðabækur, teikningar og al- menn skjöl í skönnun til okkar og koma þessum gögnum á raf - rænt form.“ „Það er hægt að hafa virka starfsemi og halda áfram með verkefni yfir sumarið þótt fólk sé í fríi. Það er hægt að halda fundi þótt einhver komist ekki og stýra verkefnum í kringum það hverjir eru í fríi og hverjir ekki. Fyrirtækin á Íslandi þurfa að ná fram meiri framleiðni.“ Nafn: Brynja Guðmundsdóttir. Starf: Forstjóri. Fæðingarstaður: Akureyri. Börn: Guðjón Pétur, Kristján, Svanhvít Anna og Stefán Smári. Tómstundir: Þá sjaldan maður hefur tíma er það útivera, golf, hjól, hlaup, fjallganga og líkamsrækt almennt. Þá er alltaf gaman að halda matarboð í góðra vina hópi og lesa góðar bækur. Sumarfríið 2014: Fór til Spánar í viku og fer á Shell-mótið í Eyjum með strákinn minn í lok júní en annað er lítið planað. Reyni alla vega að komast í einhverja göngu og aðra skemmtilega útivist. STEFNAN: Að veita heildarlausn í upplýsinga stjórnun með öflugum ráðgjöfum, hugbúnaðarlausnum og vörslu. Markmið fyrirtækisins: Að aðstoða viðskiptavini okkar við að auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri með því að nýta sér virka upplýsingastjórnun og bætta ferla. Stjórn fyrirtækisins: Elvar Guðjónsson, Helga Valfells, Arna Harðardóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Harald Pétursson. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirritaði skjal rafrænt með CoreData-kerfi Azazo/ Gagnavörslunnar á stærstu farsímaráðstefnu í heimi í febrúar 2014.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.