Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 143
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 143
Hversu mikið notar fyrirtæki
þitt samfélagsmiðla eins og
Facebook í markaðssetningu?
„Við notumst ekkert við
slíkt; okkar þjónusta snýr að
fyrirtækjamarkaði og flestir
stjórn endur eru lítið virkir á
Face book og örugglega ekki þar
til að skoða nýja sam starfs aðila.“
aukin bjartsýni
Finnur fyrirtæki þitt fyrir auk
inni bjartsýni og eftirspurn
viðskiptavina?
„Já greinilega, við sjáum
að afkoma félaga sem eru í
við skiptum hjá okkur er að
batna og bjartsýnin að aukast
í kjöl farið. Eftirspurnin eftir
þjón ustunni hjá okkur hefur
verið að aukast jafnt og þétt
frá árinu 2008. Svo virðist sem
stjórn endur séu í auknum mæli
að gera sér grein fyrir kostum
útvistunar og sveigjanleikanum
sem hún hefur upp á að bjóða í
síbreytilegu rekstrarumhverfi.“
Finnst þér atvinnulífið vera
komið upp úr hjólförunum?
„Já, stjórnendur fyrirtækja
eru bjartsýnni og umfang þeirra
virðist einnig vera að aukast
aftur.“
Heilmikið tengslanet
Er fyrirtæki þitt og stjórnendur
þess með öflugt tengslanet?
„Já, við erum með ágætt
tengslanet. Við höfum verið í
þessum rekstri lengi og gegn-
um streymi viðskiptamanna
nátt úrlega verið töluvert á
þeim tíma. Það er gaman að
sjá þegar starfsmenn fyrirtækja
sem hafa verið í þjónustu hjá
okkur skipta um vinnu, þá er
ekki óalgengt að þeir komi með
nýja fyrirtækið til okkar til að
skoða hvort það sé eitthvað
sem henti til útvistunar. Svo er
vissulega heilmikið tengslanet
í gegnum námsferilinn. Það má
samt örugglega segja að við
mættum vera duglegri við að
nýta okkur það.“
„Það er gaman að
sjá þegar starfsmenn
fyrirtækja sem hafa
verið í þjónustu hjá
okkur skipta um vinnu,
þá er ekki óalgengt að
þeir komi með nýja
fyrirtækið til okkar til
að skoða hvort það sé
eitthvað sem henti til
útvistunar.“
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Borghildur Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Fjárstoðar. Að hennar mati
eru konur orðnar viljugri til að taka þátt í og axla ábyrgð í atvinnulífinu.
Nafn: Borghildur Sigurðardóttir.
Starf: Framkvæmdastjóri
Fjárstoðar og formaður
knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Maki: Halldór Arnarsson.
Börn: 3,5.
Tómstundir: Knattspyrna.
Sumarfríið 2014: Stelast í útilegur
á milli leikja.
STEFNAN: Vera eftirsóknarvert
alhliða þjónustufyrirtæki á
fjármálasviði.
Gildi fyrirtækisins: Þekking –
þjónusta – þægindi.
Stjórn fyrirtækisins: Brynja
Guðmundsdóttir, Finnbogi
Gylfason, Halldór Arnarsson.
Borghildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Fjárstoðar.
Eftirspurnin eykst sífellt
KonuR Í FoRSVARi