Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 155
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 155
„Allt þetta aukna
gist i rými kall
ar að sjálfsögðu
á ný rúm og hafa
RBrúm komið þar
mikið við sögu,
sem er ánægjulegt
fyrir gesti og sjálft
fyrirtækið.“
U
ndanfarin ár hefur
vöxt ur ferðaþjón-
ustunnar verið
stöðugur og haft
mikil áhrif í íslensku samfélagi.
Það endurspeglast t.a.m. í
þeirri staðreynd að fjölmörgum
gistiheim ilum og hótelum hef ur
verið hleypt af stokkunum eða
verið end ur bætt.
Birna Ragn ars dótt ir, fram-
kvæmda stjóri RB-rúma, seg ir
að hátt í 70% af fram leiðslu
fyr ir tæk is ins fari núna í upp-
bygg ingu í ferðaþjón ust unni.
aukið gistirými
– fleiri rúm
„Í sumar munu fjölmargir
ferða langar njóta þess að hvíla
lúin bein á hótelum og gisti -
stöðum víðs vegar um landið
og þá oftar en ekki í rúmum
frá okkar fyrirtæki. Allt þetta
aukna gist i rými kall ar að
sjálf sögðu á ný rúm og hafa
RB-rúm komið þar mikið við
sögu, sem er ánægjulegt fyrir
gesti og sjálft fyrirtækið. Gera
má ráð fyrir að rúmlega sjö
þúsund rúm hafi verið smíðuð
hjá okkar hafn firska fyr ir tæki á
síðastliðnum tólf mánuðum eða
svo en í kringum fimm þúsund
þeirra hafa farið í gisti hús og/
eða hótel; bæði á höfuðborg ar-
svæðinu og á lands byggðinni.
Hreppti alþjóðleg
verðlaun
Við sérhæfum okkur í hönnun
á bólstruðum rúmgöflum,
nátt borðum og í seinni tíð fjöl -
breyttum fylgihlutum sem henta
svefnherbergjum og gera þau
fallegri. RB-rúm sinna einnig
viðhaldi á springdýnum og
eldri húsgögnum. Fyrirtækið
hefur framleitt og selt rúm og
spring dýnur út um allt landið til
þúsunda ánægðra við skipta vina.
Árið 2011 hreppti fyrirtækið
okkar alþjóðleg verðlaun á
International Crown Awards
í London sem veitt voru fyrir
vandaða framleiðslu og mark -
aðs setningu. Þetta eru stór og
eftirsótt verðlaun sem aðeins
eitt fyrirtæki í hverri grein
fær ár hvert. Það er BID,
Business Initiative Directions
í Madrid á Spáni, sem stendur
að viðurkenningunni. Við
starfsmenn og eigendur fyrir
tækisins erum mjög stolt af
þessum verðlaunum en ekkert
íslenskt fyrirtæki hefur hlotið
þau fyrr, hvorki í dýnu fram -
leiðslu né öðru.
RB-rúm eru í
heimsamtökunum ISPA, sem
eru gæðasamtök fyrirtækja
sem sérhæfa sig í framleiðslu
og hönnun á springdýnum. Við
höfum alltaf lagt höfuðáherslu
á góða og lipra þjónustu við
alla viðskiptavini og tryggjum
að þeir fái sterkustu og
endingarbestu vöruna hjá RB-
rúmum.“
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Fyrirtækið rBrúm var stofnað árið 1943 af Ragnari Björnssyni, föður Birnu Katrínar,
framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og er það því komið á áttræðisaldurinn. Allt frá byrjum hefur
fyrirtækið verið í fararbroddi við þróun og framleiðslu springdýna.
Nafn: Birna Katrín Ragnarsdóttir.
Starf: Framkvæmdastjóri RB-rúma.
Fæðingarstaður: Fædd og uppalin
í Hafnarfirði.
Maki: Björn Hilmarsson.
Börn: Ragnar, 23 ára matsveinn,
og Daði, 19 ára nemi í
Flensborgarskóla.
Tómstundir: Ferðalög, útivist og
vera með fjölskyldunni.
Sumarfríið 2014: Ég tek aldrei frí
yfir sumartímann en reyni að nýta
páskana og heimsæki þá gjarnan
systur mína sem býr í Flórída.
STEFNAN: Markmið fyrirtækisins:
Frá upphafi hefur markmiðið verið
að uppfylla þarfir viðskiptavina
ásamt því að vera í fararbroddi við
þróun og framleiðslu springdýna.
Stjórn fyrirtækisins: Birna Katrín
Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri,
Helga Þóra Ragnarsdóttir
stjórnarmaður, Ólafía Helgadóttir
stjórnarformaður.
Birna Katrín
Ragnarsdóttir,
framkvæmdastjóri
fyrirtækisins RB-rúma.
Ferðalangar í RB-rúmum
KonuR Í FoRSVARi