Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 168

Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 168
168 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 maður þarf að fylla margar stöður og hlutverk og það þarf að nýta tæknina eins mikið og kostur er. Netverslun er orðin stærri partur af verslun en áður og kynslóð að vaxa úr grasi sem verslar eingöngu á netinu. Þá hafa orðið breytingar á fram ­ leiðsl unni. Við framleiddum mikið á Íslandi eftir að við stof­ nuðum fyrirtækið en hér voru margar litlar saumastofur sem eru varla til í dag. Þá bjuggum við til snið á pappa en nú er það gert í tölvu auk þess að geta prufað sniðin á tölvufígúru og séð hvernig efnin virka. Ég er að byrja að læra að nýta mér þetta og komin þokkalega af stað.“ Jú, fötin eru ekki lengur fram­ leidd á Íslandi heldur aðallega í Tékklandi. Það er ekki eingöngu vegna þess hve saumastofur á Íslandi eru orðnar fáar heldur bendir Björg á að annars þyrfti að flytja inn efni, rennilása og tölur frá meginlandi Evrópu til Íslands. „Það er þess vegna hag kvæmast að framleiða á megin landinu.“ Efnin? Ég er hrifin af mörgum efnum. Það er best að vera í náttúrulegum efnum eins og silki, viskós, ull, hör, bambus og bómull. Gerviefnin eru líka frábær í vissa hluti, eru sterk og halda formi.“ Flest efnin koma frá Ítalíu og Bretlandi. Svo er hún mjög hrifin af íslenska mokkaskinninu, ullinni og æðar dúninum. Hver ætli draumurinn sé varð andi Spaksmannsspjarir? „Að vera með hóp af hæfileika - ríku fólki í öllum stöðum sem vinnur með mér í því að stækka fyrirtækið í flott og nútímalegt hönnunarfyrirtæki sem nýtir tækni nýjungar – hönnunarlega, viðskiptalega og framleiðslu­ lega.“ Netverslun þýðir útflutning ur. Þótt netverslunin sé ekki enn komin í gagnið á Spaksmanns ­ spjarir traustan erlendan við skiptavinahóp. „Þetta eru fastakúnnar,“ segir Björg. „Þeir fá sendar myndir af fötum og þannig veitum við þeim þjón­ ustu eftir bestu getu.“ Eiga þeir ekkert erfitt með íslenska orðið Spaksmanns­ spjarir? Björg segir að erlendir við skiptavinir kalli verslunina yfirleitt Spaks. Útsýnið Jú, verslunarrýmið er örlítið hrátt og þar ræður hvíti liturinn ríkj­ um. Verslunarrýmið er kannski ekki svo ólíkt heimili Bjargar og meira að segja litavalið á fötun­ um: Á heimilinu fær steypan sums staðar að njóta sín sem og hvíti liturinn – að ógleymdum náttúrulitunum. Björg bjó ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum og fjórum börn um í einbýlishúsi í Grafar ­ vogi. Hjónin skildu fyrir sjö árum, sem þýddi að hún leitaði að íbúð og hún vissi hvað hún vildi. „Pælingin var að það var kannski óþarfi að vera ennþá þarna uppfrá; ég er miðbæjar ­ kona og hef alltaf verið með reksturinn í miðbænum,“ segir Björg sem festi kaup á 135 fermetra fimm herbergja íbúð á fjórðu hæð í nágrenni Miklu­ brautar. Hún vildi vera á efstu hæð – bæði vegna útsýnisins og líka til að engir nágrannar væru á hæðinni fyrir ofan. Útsýnið: Hluti borgarinnar og fjöll; Keilir, Snæfellsjökull, Esjan, Bláfjöll … Hvítt og háglans Blokkin, sem íbúðin er í, er rúm­ lega fjörutíu ára. „Ég er svolítið veik fyrir blokkum frá þessum tíma; mér finnst þetta flottar blokkir og gott að búa í blokk.“ Skipulag íbúðarinnar var örlítið frábrugðið því sem það er í dag. Í dag er eldhús og stofa eitt rými en áður var þvottaher­ bergi við annan endann, svo eldhús og loks stofan. Veggir voru einfaldlega brotnir niður og í dag er þvottavél, þurrkari og fleira í hvítglansandi einingu sem öðrum megin er notuð sem eldhúsinnrétting og hinum megin fataskápar sem tilheyra holi íbúðarinnar. Hvers vegna hvítt og háglans? „Ég vildi hafa þetta tímalaust.“ Gólf voru parketlögð en Björg vildi leggja nýtt parket og lét í leiðinni taka alla ofna og setja hita í gólfið til að fá örlítið meira rými. Þá var skipt um rafmagn á íbúðinni. Innihurðir voru látnar halda sér; þær eru í „sixties­ stíln um“ sem fatahönnuðurinn er hrifinn af. Björg lét gera baðherbergið upp og í dag er það grá steyp ­ an sem einkennir það. „Mér fannst fínt að hafa steypuna sem sér lítið á og er svolítið nátt úru ­ leg. Mér finnst steypa falleg. Mér finnst skrýtið að fólk mál ar öll hús á Íslandi.“ Málverk áberandi Eilítið gömul húsgögn skreyta rýmið. Sum keypti Björg notuð. „Maður býr til umhverfi sem manni líður vel í; þetta er minn persónulegi stíll.“ Þarna hanga mörg málverk á veggjum. Björg segir að konur sem hún hafi kynnst í gegnum árin hafi málað mörg þeirra. Stórt málverk af hvítklæddri konu er áberandi. Björg vinnur mikið heima hjá sér og þarna verða margar hug­ myndir til. „Prívatlífið og vinn an renna saman; ég get ekki gert greinarmun á því hvenær ég er Björg í Spaksmannsspjörum og hvenær hin Björg. Mér finnst mjög gott að hafa svona mikla víðáttu þegar ég er að vinna.“ Með víðáttunni á hún náttúrlega við útsýnið sem blasir við út um gluggana; húsin í borginni, fjöllin, himininn … Nokkrir fuglar héðan og þaðan og í alls konar litum skreyta íbúðina. Þeir hafa enga hæfi - leika til að fljúga um þennan himin. „Netverslun þýðir útflutn ing ur. Þótt netversl unin sé ekki enn komin í gagnið á Spaksmanns spjarir traustan erlendan við­ skiptavinahóp.“ innlit kristín Blöndal málaði málverkið þar sem hvítklædda konan er í aðalhlutverki. Björg keypti gamla kommóðu í Góða hirðinum og notar skúffurn ar sem hillur. afrískur listamaður á heiðuirnn af fugl inum sem stendur sperrtur á einni þeirra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.