Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 9
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 OPINN FUNDUR FYRIR ALMENNING ÁGRIP FYRIRLESTRA O 1 Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum Guðmundur Þorgeirsson Prófessor í hjartalækningum gudmth@landspitali.is Það eru gamalgróin sannindi að betra sé heilt en vel gróið og því ætti að vera vænlegra að fyrirbyggja sjúkdóma en lækna. Erfitt er að finna farsælli hagnýtingu þekkingar en að forða samborgurunum frá þeirri þjáningu, lífskjararöskun og kostnaði sem sjúkdómum fylgja. Mikilvægust eru þó lifsgæðin sem felast í góðri heilsu. Helstu forsendur forvarna gegn hjarta- og æðasjúkdómum eru eftirfarandi: 1. Ný og aukin þekking á meinþróun æðakölkunar hefur dýpkað skilning á því hvemig hinar sjúklegu breytingar byrja og þróast, hvemig unnt er að stöðva framvindu þeirra og jafnvel snúa þeim við. 2. Hjarta- og æðasjúkdómar tengjast ákveðnum þáttum í lifsstíl sem og lífeðlisfræðilegum þáttum sem unnt er að breyta. 3. Óyggjandi hefur verið sýnt fram á að meðferð slíkra áhættuþátta (riskfactor modification) dregur úr dánartíðni og sjúkleika, ekki síst hjá fólki sem þegar hefur greinanleg merki æðakölkunar. Einnig liggja fyrir sannfærandi gögn um að jákvæðar lífsháttabreytingar þjóða geti haft mikil áhrif til góðs á heilsufar. Tækifæri og þekking til að draga úr þjáningum og kostnaði af völdum hjarta- og æðasjúkdóma með forvamarstarfi eru þannig ótvírætt til staðar en stórlega vannýtt. Hins vegar verður einnig að gæta hófs í umfjöllun um þessi mál svo að ekki sé ýtt undir það hugarfar að lífið sé jarðasprengjusvæði þar sem hættur leynast við hvert fótmál. í forvamar- starfi eins og í allri læknismeðferð verður því að gera þá kröfu að úrræði og ráðleggingar séu gagnreynd, það er hafi staðist próf vandaðra rann- sókna. Nokkm fyrir miðbik síðustu aldar riðu hjarta- og æðasjúkdómar eins og faraldur yfir heimsbyggðina, náðu hámarki í hinum iðnvæddari Vesturlöndum um 1960 og byrjuðu að lækka um 1970. Bylgjan kom um það bil 10 ámm seinna til Islands, náði hámarki um 1970 og byrjaði að hníga upp úr 1980. Eitt fyrsta stóra rannsóknarátakið sem gert var í faraldsfræði þessara sjúkdóma er kennt við borgina Framingham í nágrenni Boston. Árið 1961 var orðið ljóst að þeir íbúar Framingham sem höfðu hækkaðan blóðþrýsting og hækkað kólesteról voru mun líklegri til að fá kransæða- stíflu og hjartadrep en aðrir íbúar Framingham, þótt þeir væru að öðm leyti heilbrigðir. Hugtakið áhættuþáttur kransæðasjúkdóms var þar með orðið til og lagði gnmdvöllinn að því forvarnarstarfi sem víða fylgdi í kjölfarið, meðal annars hér á Islandi. Fjölmargir áhættuþættir hafa síðan verið skilgreindir og mikið rann- sakaðir. Þeir mikilvægustu, auk hækkaðs kólesteróls og háþrýstings, eru: Aldur, kyn, fjölskyldusaga, sígarettureykingar, sykursýki, lágt HDL-kólesteról, langvinnur nýmasjúkdómur, hækkað lípóprótein(a), aukning bólguþátta í blóði, kyrrseta, offita og öll teikn um æðakölkun hvar sem er í slagæðakerfinu. Stöðugt bætist við þennan lista og þótt samstaða ríki um að samvirkni sé milli áhættuþátta, og því hljóti heild- stætt eða að minnsta kosti fjölþætt áhættumat að vera nauðsynlegur grundvöllur meðferðar til áhættuminnkunar, er það óútkljáð álitamál hversu langt eigi að ganga í þeim efnum, hversu marga hinna nýrri áhættuþátta borgi sig að mæla. Rannsóknir Hjartavemdar hafa dregið upp skýra mynd af áhættu- þáttum íslendinga sem em í aðalatriðum hinir sömu og í öðrum löndum og hafa svipað vægi og í Evrópu. í forvarnarstarfi gegn hjarta- og æða- sjúkdómum er í stórum dráttum beitt tveimur aðferðum: 1) Greining og meðferð áhættuhópa (high risk strategy) og 2) lýðgrunduð íhlutun (population strategy). Báðar aðferðir eru nauðsynlegar og styrkja hvor aðra en nýlegar rannsóknir sýna að lýðgrunduð íhlutun, eins og mat- aræðisbreytingar sem leiða til lækkunar á kólesteróli og blóðþrýstingi hjá þjóðinni, svo ekki sé talað um minnkaðar reykingar, hafa gríðarleg áhrif til lækkunar á dánartíðni úr kransæðasjúkdómi. O 2 Skurðaðgerðir á íslandi við slitgigt, nýjar fóðringar eða staurliður Halldór Jónsson jr. Prófessor í bæklunarskurðlæknisfræðum halldor@landspitali. is Slitgigt byrjar einkennalaust á þrítugs- og fertugsaldri og er orðin mjög algeng um sjötugt. Næstum allir hafa einhverjar meinafræðilegar breytingar í þungaberandi liðum um fertugt, þó svo fæstir séu komnir með einhver einkenni á þeim tíma. Sjúkdómurinn leggst jafnt á karla og konur í byrjun, en konur fara svo fram úr körlum eftir tíðahvörf. í flestum tilfellum kemur slitgigtin fyrirvaralaust, það er án þekktrar orsakar. Hún er þá bundin við fáa liði, en getur líka verið dreifð. Algengasta röðin er: fjær-, nærkjúku- og þumalrótarliður í hendi, hrygg- þófa- og smáliðir í háls- og lendahrygg, stórutáarliðir í fæti, hné- og mjaðmaliðir. Slitgigt er algengari í höndum og hnjám hjá konum, en jafn algeng í mjöðmum og hnjám hjá körlum. Slitgigt getur einnig orðið við þekktar eða fyrirliggjandi orsakir eins og stóra áverka eða endurtekna litla áverka, meðfæddan þróunarlegan galla á liðum eða annan kerfis- bundinn sjúkdóm sem og við útfellingu járns og kristalla. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni mjaðmaslitgigtar er margfalt hærri hér á landi en í Suður-Svíþjóð. Þá hafa rannsóknir einnig sýnt tengsl milli offitu og starfa sem fela í sér miklar beygjur í hné og slitgigtar, mögulega er það einnig þannig í mjöðm. Aðrir liðir hafa verið minna rannsakaðir. Aðaleinkenni slitgigtar er stirðleiki, einnig sársauki sem versnar við hreyfingu en lagast í hvíld. Tímalengd og styrkur sársaukans er einnig einkennandi fyrir alvarleika sjúkdómsins. Skoðun getur sýnt bólgu og afmyndanir á liðum, ofvöxt beina, brak og takmörkun á hreyfingu, einnig óstöðugleika, óþægindi eru mismunandi eftir staðsetningu. Algengast er að einstaklingar leiti til heimilislæknis eða beint til sérfræðings í gigtlækningum eða bæklunarskurðlækningum til skoð- unar og rannsóknar á vandamáli sínu. Venjuleg röntgenmynd staðfestir shtgigt og á hvaða stigi hún er. í framhaldinu er tekin ákvörðtm um LÆKNAblaðiö 2013/99 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.