Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 88

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 88
XVI VISINDARAÐSTEFNA H FYLGIRIT 73 í um stökkbreytinguna (G/G)). Niðurstöðurnar sýna að samsætutíðni p.D120G er 0,041 sem er sambærileg dönsku heilbrigðu þýði (0,039). Ályktanir: Því má áætla að um 330 íslendingar séu með skort (G/G). Næstu skref eru að skima fyrir p.D120G í ýmsum sjúklingaþýðum, þar á meðal í einstaklingum með óútskýrðar sýkingar. V 63 Áhrif kítósans og afleiða þess á virkjun og bólgusvörun átfrumna Steinunn Guðmundsdóttir' 4, Ólafur E. Sigurjónsson2-14, Pétur H. Petersen1-4 'Rannsóknastofu í taugalífræði, læknadeild HÍ, 2Blóðbankanum, 3tækni- og verkfræðideild HR, 4Lífvísindasetri HÍ stg8@hí.is Inngangur: Kítín, sem er meðal annars að finna í sýklum og ytrabyrði hryggleysingja, ýtir undir ónæmissviðbrögð. Með því að fjarlægja acetýlhópa af undireiningum kítfns fæst fjölsykran kítósan, eða kítósan fásykrur (ChOS) með frekara niðurbroti. Ymsar kítósan afleiður eru not- aðar á fjölbreyttan hátt meðal annars sem stoðefni og því mikilvægt að þekkja lífvirkni þeirra, til dæmis hvort þær hafi áhrif á virkjun átfrumna og bólgusvörun. Efniviður og aðferðir: Átfrumur voru einangraðar úr mannablóði með Ficoll-Paque og segulmögnuðum CD14 húðuðum kúlum. Frumumar voru ræktaðar í RPMI-1640 æti með 10% mannasermi í níu daga og örv- aðar í 24 klst. með 100 pg/mL af vel skilgreindum stuttum ChOS, kítósan, kítósan <30 pm eða ChOS lactate. Próteinin YKL40 og Chitl voru mæld með Western greiningu úr æti frá örvuðum frumunum ogboðefnin TNF-a og IL-lþ mæld með ELISA. Efnaskiptabreytingar voru mældar með XTT. Niðurstöður: Stuttu ChOS höfðu engin áhrif á efnaskipti frumnanna né seytingu á YKL40, Chitl, TNF-a og IL-lþ. Flvorki kítósan né kítósan < 30 pm höfðu áhrif á efnaskipti frumnanna, bæði efnin juku seytingu á TNF-a og IL-lþ en lækkuðu YKL40 og Chitl seytingu. ChOS lactate hafði hamlandi áhrif á efnaskipti átfrumna á styrkleikabilinu 80-120 pg/ mL en töluverð áhrif til lækkunar á YKL40 og Chitl seytingar í lægri styrk en 80 ug/mL, jafnframt því sem það jók TNF-a og sérstaklega IL-lþ seytingu. Ályktanir: Ekkert efnanna hafði bein áhrif til klassískrar virkjunar át- frumna. Kítósan og sérstaklega ChOS lactate virkjuðu bólguviðbragð átfrumna samhliða lækkun á YKL40. YKL40 er nauðsynlegt fyrir eð641ilega bólgusvörun í lungum músa, lækkunin á YKL40 gæti því verið orsök bólgusvarsins. Stuttu kítósanfásykrurnar hafa ekki bein áhrif á ónæmissvörun átfrumna sem eykur notkunarmöguleikar þeirra til dæmis sem stoðefnis. V 64 Faraldsfræði meðfæddra ónæmisgalla á íslandi l’orgeir Orri Harðarson', Sigurveig Þ. Sigurðardóttir2, Ásgeir Haraldssonu, Björn Rúnar Lúðvíksson1'2 'Læknadeild HÍ, 2rannsóknastofu í ónæmisfræði, 3Bamaspítala Hringsins thh62@hi.is Inngangur: Meðfæddir ónæmisgallar (MÓG) eru sjaldgæfir sjúkdómar sem hafa víðtæk neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks. Helstu fylgikvillar eru tíðar sýkingar, sjálfsofnæmi og illkynja sjúkdómar. Lítið er vitað um far- aldsfræði meðfæddra ónæmisgalla á íslandi með fáeinum undantekning- um. Markmið rannsóknarinnar var þ ví að kanna faraldsfræðina á íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til ein- staklinga með meðfæddan ónæmisgalla á tímabilinu 1991-2010. Upplýsingar um sjúklinga fengust frá legudeildarkerfi Landspítalans, ónæmisfræðideild Landspítalans og meðferðarlæknum. Sjúkraskrár voru skoðaðar og greiningar endurmetnar samkvæmt skilmerkjum evrópsku ónæmisgallasamtakanna (ESID). Sértækur IgA skortur og MBL skortur voru undanskildir og ástæður áunninnar ónæmisbælingar útilokaðar. Niðurstöður: Sextíu og fimm einstaklingar uppfylltu rannsóknar- skilmerkin, 34 (52%) voru kvenkyns og 20 (31%) yngri en 18 ára. Fjórir einstaklingar létust á tímabilinu vegna síns ónæmisgalla eða fylgikvilla meðferðar og tveir fluttu til útlanda. Af 65 einstaklingum höfðu 25 (39%) mótefnagalla, 19 (29%) galla í magnakerfi, átta (12%) átfrumugalla, 10 (15%) aðra vel skilgreinda ónæmisgalla, einn (2%) galla í meðfædda ónæmissvarinu og tveir (3%) sjálfsbólguheilkenni (autoinflammatory disorders). í ársbyrjun 2011 voru 59 einstaklingar á lífi með meðfædda ónæmisgalla á Islandi (miðgildi aldurs: 31,5 ár, bil: 0-87). Áætlað algengi meðfædds ónæmisgalla á Islandi samkvæmt skilmerkjum ESID var 18,5 á 100.000 íbúa. Ályktanir: Þetta er fyrsta faraldsfræðirannsóknin á meðfæddum ónæm- isgöllum á Islandi. Mótefnagallar voru algengustu meðfæddu ónæmis- gallarnir. Algengið hér er hátt í samanburði við hliðstæðar erlendar rannsóknir sem sýna algengi milli 2,48-12,4 á 100.000 íbúa. Breytileg aðferðafræði við skráningu einstaklinga með meðfædda ónæmisgalla torveldar þennan samanburð og hugsanlega auðveldar lítið samfélag okkur fund hlutfallslega fleiri einstaklinga. V 65 Makrófagar og eósínófílar eru aðal frumutegundirnar í hjöðnunarfasa vakamiðlaðrar bólgu Valgerður Tómasdóttir,'2J'*, Amór Víkingsson1, Ingibjörg Harðardóttir3, Jóna Freysdóttir124 'Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3Lífefna- og sameindalíffræðistofu og 4ónæmisfræðisviði læknadeildar HÍ jonaf@landspitali.is Inngangur: Hjöðnun bólgu er virkt ferli sem felur í sér flókið sam- spil frumna og boðefna. Hjöðnun bólgu hefur mest verið skoðuð í zymosan miðlaðri bráðabólgu. Markmiðið með rannsókninni var að skoða hjöðnun bólgu I líkani sem líkir eftir bólgukasti i langvinnum bólgusjúkdómum. Efniviður og aðferðir: Kvenkyns C57BL/6J mýs voru bólusettar með metýleruðu BSA (mBSA) og mild vakamiðluð lífhimnubólga mynduð. Kviðarholsfrumum og -vökva var safnað á mismunandi tímapunktum. Kviðarholsfrumur voru taldar og yfirborðssameindir á þeim skoðaðar í frumuflæðisjá. Styrkur frumu- og flakkboða í kviðarholsvökva var mældur með ELISA aðferð. Niðurstöður: Við bólguáreiti hurfu staðbundnir makrófagar úr kviðar- holinu en mónócýtar (Grl+CD115+CDllb+) komu þangað og náðu há- marki 24 klst eftir bólgumyndun. Mónócýtarnir þroskuðust yfir í makró- faga (F4/80+CDllb+) sem náðu hámarki 48 klst eftir bólgumyndun. Á þeim tíma voru tvær mismunandi gerðir af makrófögum sem tjáðu mismikið af F4/80. Makrófagar sem tjáðu mikið af F4/80 tjáðu einnig mikið af hlutleysandi flakkboðaviðtakanum D6 og flakkboðaviðtak- anum CCR7. Makrófagar sem tjáðu minna af F4/80 tjáðu einnig CDllc og CD138. Eosínófílar komu inn í kviðarholið í kjölfar bólguáreitisins og náði fjöldi þeirra hámarki 48 klst eftir bólgumyndun. Á þeim tímapunkti höfðu eósínófílamir aukið tjáningu sína á CCR3, en minnkað tjáningu á CDllb. Styrkur TGF-þ og hlutleysandi viðtakans sIL-6R náðu einnig hámarki í kviðarholsvökva 48 klst. eftir bólgumyndun. Ályktanir: Á sama tíma og bólguhemjandi/hjöðnunar sameindimar 88 LÆKNAblaðið 2013/99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.