Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Qupperneq 56

Frjáls verslun - 01.10.2006, Qupperneq 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 Á Tálknafirði lét Már Erlingsson af starfi sveitarstjóra og gerðist innkaupastjóri Skeljungs. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir viðskipta- fræðingur, sem jafnframt er oddviti sveitarstjórnar á Tálknafirði, tók við starfi Más. Helstu tíðindin á Vestfjörðum voru annars að Sjálfstæðisflokkur, sem lengi hefur stjórnað málum í Bolungarvík, missti þar meiri- hluta sinn. Afl til áhrifa og Bæjarmálafélag Bolungarvíkur stjórna nú málum í Víkinni og réðu Grím Atlason þroskaþjálfa sem bæjarstjóra. Einar Pétursson, sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili, starfar í dag hjá verktakafyrirtækinu KNH á Ísafirði. Norðurland vestra Á Norðurlandi vestra urðu þær breytingar að meirihluti VG og sjálfstæðismanna í Skagafirði féll. Samfylking og Framsókn náðu völdum og réðu sem sveitarstjóra Guðmund Guðlaugsson, sem áður var bæjarstjóri í Vesturbyggð og þar áður á Siglufirði. Sveitarstjóri Skagfirðinga á síðasta kjörtímabili, Ársæll Guðmundsson, sem kom úr röðum VG, hætti pólitískum afskipum og var á dögunum ráðinn skólameistari nýs framhaldsskóla í Borg- arfirði sem heimamenn þar eru að koma á laggirnar. Norðurland eystra Undir lok síðasta kjörtímabils samþykktu íbúar á Siglufirði og Ólafsfirði sameiningu sveitarfélaganna enda verður aðeins örstutt milli þessara tveggja kaupstaða á norðanverðum Tröllaskaga þegar Héðinsfjarðargöng verða komin í gagnið. Þórir Örn Þórsson var ráðinn bæjarstjóri í hinu nýja sveitarfélagi, sem ber nafnið Fjallabyggð. Á síðasta kjörtímabili var Runólfur Birgisson bæjarstjóri Siglfirðinga og Stefanía Traustadóttir stýrði málum í Ólafsfirði. Þau hafa nú bæði horfið til annarra starfa. Stefanía er sér- fræðingur í félagsmálaráðuneyti og Runólfur „…er fluttur á mölina eins og hinir og er að líta í kringum mig eftir starfi,“ eins og hann komst að orði. Eftir kosningarnar í Dalvíkurbæ í vor tóku Framsókn og óháðir sig saman um myndun meirihluta. Svanfríður Inga Jónasdóttir, fyrrver- andi alþingismaður, er bæjarstjóri fyrir hönd óháðra fram til 2008 en þá munu framsóknarmenn taka við keflinu. „Ég hef verið í ýmsum tímabundnum verkefnum undanfarið,“ segir Valdimar Bragason sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili en starfinu gegndi hann einnig 1974 til 1982. Á Akureyri sömdu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking um meiri- hlutasamstarf á þann veg að fulltrúi hinna fyrrnefndu verður bæj- arstjóri fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins. Kristján Þór Júlíusson, sem hefur verið bæjarstjóri síðan 1998, lætur af starfinu nú um áramót sem að framan greindi. Þá tekur Sigrún Björk Jakobsdóttir við og verður bæjarstjóri til 2009, þegar Hermann Jón Tómasson samfylk- ingarmaður tekur við. Í Þingeyjarsveit, sem spannar Reykjadal, Ljósavatnshrepp og fleiri byggðir, lét Jóhann Guðni Reynisson af starfi sveitarstjóra og snéri sér að húsasmíði. Í hans stað var ráðinn Sigbjörn Gunnarsson, fyrrver- andi alþingismaður, sem áður hafði verið sveitarstjóri í Mývatnssveit í tæpan áratug. Með sameiningu sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu varð til Norð- urþing, sem nær frá Laxá í Aðaldal austur á Melrakkasléttu. Meiri- hluti framsóknar- og sjálfstæðismanna þar réð Berg Elías Ágústs- son, áður bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Af störfum létu Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, sem nú er í mastersnámi við Háskólann á Bifröst, Elvar Árni Lund, áður sveitarstjóri í Öxarfjarðarhreppi, vinnur við umboðssölu á sjávarafurðum hjá Íspólum ehf. og Guðný Hrund Karlsdóttir á Raufarhöfn er komin til starfa hjá hugbúnaðarfyr- irtækinu Maritech. Austurland Á Seyðisfirði féll meirihluti vinstri manna og Hafn- arfjarðarkratinn Tryggvi Harðarson lét af starfi bæjarstjóra. „Ég hef undanfarið verið í ýmsu viðskiptastússi og byggi þar á tengslum mínum við Kína, enda menntaður þar. Er ekki í neinu föstu starfi en er að líta í kringum mig,“ sagði Tryggvi sem fluttur er aftur í Hafn- arfjörð og mun skipa 6. sæti á lista Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi á vori komanda. Í stað Tryggva sem bæjarstjóri eystra var ráðinn Ólafur H. Sigurðsson skólastjóri í Neskaupsstað sem gegndi starfinu raunar einnig 1998 til 2002. Í Fjarðabyggð lét Guðmundur Bjarnason af starfi bæjarstjóra eftir sextán ára setu og sagðist í blaðaviðtali ætla „í langt og gott frí“ nú B Æ J A R S T J Ó R A H R I N G E K J A N Björg Ágústsdóttir. Hætt eftir ellefu ár í Grundarfir›i. Bergur Elías Ágústsson. Eyjama›urinn fór á Húsavík. Orri Hlö›versson. Úr Hverager›i til Frumherja hf. Oddn‡ G. Har›ardóttir. N‡r bæjarstjóri í Gar›inum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.