Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 66

Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 West Ham Holding keypti 83% hlut í þessu þekkta knattspyrnufélagi á 85 millj- ónir punda, eða um 11,4 milljarða króna. Þá yfirtekur félagið skuldir upp á 22,5 millj- ónir punda, 3,1 milljarð króna. Samtals er þetta því fjárfesting upp á 14,5 milljónir. Þá verður öðrum hluthöfum í West Ham (17%) væntanlega gert yfirtökutilboð á næstunni. West Ham velti 7,8 milljörðum króna á síðustu leiktíð og skilaði um 1,7 milljarða króna hagnaði. En leiktíðina áður var 240 milljóna króna tap á félaginu. Auknar tekjur af sjónvarpsrétti Tekjumöguleikar West Ham liggja ekki síst í auknum gróða af sjónvarpsrétti en nýr samn- ingur þar um tekur gildi á næsta ári, þ.e. keppnistímabilið 2007 til 2008. Það skiptir þess vegna öllu máli að West Ham haldi sig í úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð námu sjónvarpstekjur West Ham um 3,7 milljörðum króna, eða um 47% af 7,8 milljarða veltu félagsins. Launakostnaður hjá West Ham hefur verið í kringum 50% af veltu sem þykir gott – og vel á haldið. Stærstu félögin í Bretlandi, Manchester United, Chelsea, Arsenal og Liverpool, eru tekjuhæstu félögin – og munar þar m.a. um tekjurnar úr Meistaradeild Evrópu. Öll liðin, að Chelsea undaskildu, hafa skilað hagnaði. Þannig að fótboltinn gefur ágætlega af sér. Velta hvers þessara liða var á bilinu 16 til 21 milljarður króna á síðasta ári; mest hjá Manchester United. Tekjumöguleikar West Ham á næstu árum gætu einnig legið í mjög dýrmætu landi sem félagið á – og verður enn dýrmæt- ara fari svo að heimavöllur félagsins verði Ólympíuleikvangurinn sem tilbúinn verður fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012. Keppni Eggerts við Joorabchian Keppni Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar við auðkýfingana Kia Joo- rabchian og Eli Papouchado – sem jafnan er kallaður Papa – var mjög snörp. Allt bendi raunar til þess að þeir Eggert og Björgólfur væru ekki í náðinni þegar þeir komu fram á sjónarsviðið. En það átti eftir að breytast. Á endanum stóðst stjórnin þó ekki ein- beittan vilja Íslendinganna, og ríflegt tilboð Gælunafnið „járnin“ má rekja til upphafsins líkt og merki klúbbsins, tvo hamra ofan á kastala. Félagið er til húsa þar sem Anna Boylen, sögufræg eiginkona Henriks VIII, bjó einu sinni. Um 47% af tekjum West Ham á síðustu leiktíð voru sjónvarpstekjur. K A U P I N Á W E S T H A M Velta Hagnaður 1,7 milljarðar 7,8 milljarðar HLUTFALL SJÓNVARPSTEKNA 47% Sjónvarpstekjur Heildarvelta á síðustu leiktíð var 7,8 milljarðar kr. Þar af voru sjónvarpstekjur 3,7 milljarðar kr. – þ.e. um 47% af tekjum West Ham á síðustu leiktíð voru sjónvarpstekjur. 53% Annað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.