Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
West Ham Holding keypti 83% hlut í
þessu þekkta knattspyrnufélagi á 85 millj-
ónir punda, eða um 11,4 milljarða króna.
Þá yfirtekur félagið skuldir upp á 22,5 millj-
ónir punda, 3,1 milljarð króna. Samtals er
þetta því fjárfesting upp á 14,5 milljónir. Þá
verður öðrum hluthöfum í West Ham (17%)
væntanlega gert yfirtökutilboð á næstunni.
West Ham velti 7,8 milljörðum króna á
síðustu leiktíð og skilaði um 1,7 milljarða
króna hagnaði. En leiktíðina áður var 240
milljóna króna tap á félaginu.
Auknar tekjur af sjónvarpsrétti
Tekjumöguleikar West Ham liggja ekki síst í
auknum gróða af sjónvarpsrétti en nýr samn-
ingur þar um tekur gildi á næsta ári, þ.e.
keppnistímabilið 2007 til 2008. Það skiptir
þess vegna öllu máli að West Ham haldi sig
í úrvalsdeildinni.
Á síðustu leiktíð námu sjónvarpstekjur
West Ham um 3,7 milljörðum króna, eða
um 47% af 7,8 milljarða veltu félagsins.
Launakostnaður hjá West Ham hefur verið
í kringum 50% af veltu sem þykir gott – og
vel á haldið.
Stærstu félögin í Bretlandi, Manchester
United, Chelsea, Arsenal og Liverpool, eru
tekjuhæstu félögin – og munar þar m.a. um
tekjurnar úr Meistaradeild Evrópu. Öll liðin,
að Chelsea undaskildu, hafa skilað hagnaði.
Þannig að fótboltinn gefur ágætlega af sér.
Velta hvers þessara liða var á bilinu 16 til
21 milljarður króna á síðasta ári; mest hjá
Manchester United.
Tekjumöguleikar West Ham á næstu
árum gætu einnig legið í mjög dýrmætu
landi sem félagið á – og verður enn dýrmæt-
ara fari svo að heimavöllur félagsins verði
Ólympíuleikvangurinn sem tilbúinn verður
fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012.
Keppni Eggerts við Joorabchian
Keppni Eggerts Magnússonar og Björgólfs
Guðmundssonar við auðkýfingana Kia Joo-
rabchian og Eli Papouchado – sem jafnan er
kallaður Papa – var mjög snörp. Allt bendi
raunar til þess að þeir Eggert og Björgólfur
væru ekki í náðinni þegar þeir komu fram á
sjónarsviðið. En það átti eftir að breytast.
Á endanum stóðst stjórnin þó ekki ein-
beittan vilja Íslendinganna, og ríflegt tilboð
Gælunafnið „járnin“ má
rekja til upphafsins líkt
og merki klúbbsins, tvo
hamra ofan á kastala.
Félagið er til húsa
þar sem Anna Boylen,
sögufræg eiginkona
Henriks VIII, bjó einu
sinni.
Um 47% af tekjum West Ham á síðustu leiktíð voru sjónvarpstekjur.
K A U P I N Á W E S T H A M
Velta Hagnaður
1,7
milljarðar
7,8
milljarðar
HLUTFALL SJÓNVARPSTEKNA
47%
Sjónvarpstekjur
Heildarvelta á síðustu leiktíð var 7,8 milljarðar kr.
Þar af voru sjónvarpstekjur 3,7 milljarðar kr. –
þ.e. um 47% af tekjum West Ham á síðustu
leiktíð voru sjónvarpstekjur.
53%
Annað