Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 95
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 95
Ragnhildur Arnljótsdóttir rifjar upp æskujólin.
„Einn af jólasiðunum í fjölskyldu minni var að safna
jólaskrauti frá mismunandi stöðum sem við ferðuðumst
til eða einhver gaf okkur,“ segir Svanhildur Nanna
Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fjárstýringar Straums-
Burðaráss. „Það skapaðist alltaf skemmtileg stemmn-
ing á Þorláksmessu þegar jólaskrautið var tekið upp og
rifjaðar upp minningar í kringum jólaskrautið sem sner-
ust annaðhvort um viðkomandi stað þar sem við vorum
á ferðlagi og komumst yfir jólaskrautið eða um fólkið
sem gaf okkur það. Þetta finnst mér skemmtilegur
siður til þess að varðveita minningar og eitthvað sem
ég hef haldið í á mínu eigin heimili.“
JÓLASIÐIR
Jólaskraut frá
öllum heimshornum
EFTIRMINNILEG JÓL
Minningarnar streyma
Minningarnar streymdu þegar Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu-
neytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, var spurð út í eftirminnileg
jól. Hún sá fyrir sér æskujólin heima á Hjarðarhóli á Húsavík.
Hún segir þau hafa verið yndisleg.
„Ys og þys á aðfangadag. Gengið með kort á milli húsa og
sælgæti þegið. Mikið stress fram á síðustu stund. Ilmur af
jólamat. Allt að verða fínt klukkan að ganga sex. Gengið inn í
ljómandi Húsavíkurkirkju. Full kirkja af prúðbúnum bæjarbúum.
Ég með fiðrildi í maganum, hugsandi um alla pakkana á háa-
loftinu. Spennan í hámarki þegar jólaguðspjallið var lesið því þá
styttist í messulok. Mamma beið heima. Glæsilegt borð. Allir í
sínu fínasta pússi. Allt svo fallegt. Allir mættir; ömmurnar tvær,
frænka, þrír frændur og við fjölskyldan. Hjálpast að við að ganga
frá. Allir sestir inn í stofu með kaffi, smákökur og konfekt. Við
systurnar mjög spenntar. Önnur las á pakkana og hin afhenti.
Lagst upp í rúm eftir miðnætti með nýja jólabók. Heill poki af
laufabrauði af loftinu og ískalt Egils-appelsín. Pínulítið þreytt en
alsæl. Laufabrauðið unaðslegt og mylsna um allt rúm.“
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir viðheldur skemmti-
legum sið hvað varðar jólaskrautið.