Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
JÓLIN KOMA
������������
���� ��� ���� ��� ��� � ������ � �� ���� � � �� � � � ��� ���� � �� � � � � �� �� � � ���� �� � � � � �� �� � � � �� ������ � � � � � ����
������������������ �������������������������������������������������
��� �� � � � � � � � � �� � � � �� � ����
�������������������
� � � � �Finnur Ingólfsson, stjórnarfor-
maður Icelandair, ólst upp
í Vík í Mýrdal og var móðir
hans í kirkjukórnum. „Ég ólst
upp við að þurfa að fara í
messu á aðfangadagskvöld,“
segir Finnur og bendir á að
hann hafi fundið fyrir jólatil-
finningunni þegar hann hlust-
aði á prestinn og kirkjukórinn.
Það kom að því að hann
gekk sjálfur í kórinn. Talað
var um hvað orgelið væri orðið
falskt og að það þyrfti að
stilla það. „Mig vantaði einu
sinni í messu og þá var talað
um að búið væri að stilla
kirkjuorgelið,“ segir Finnur
sem hætti fljótlega í kórnum.
Finnur býr nú í Grafarvogi
og fer hann ásamt fjölskyldu
sinni í miðmæturmessu á
aðfangadagskvöld. Þegar
hann er spurður hvað þetta
gefi honum segir hann:
„Þessa tilfinningu fyrir jól-
unum og ég finn jólastemmn-
inguna. Við sækjum í
helgihaldið. Það er þægileg
tilfinning að fara í miðnæt-
urmessuna og hlusta á prest-
inn og boðskap jólanna.“
Í KIRKJU UM JÓLIN
Finnur
jólastemmninguna
Finnur Ingólfsson. „Það er þægileg tilfinning að fara í miðnætur-
messuna og hlusta á prestinn og boðskap jólanna.“
„Rjúpnalyktin er það sem undirstrikar komu jólanna á
mínu heimili,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fast-
eignasali. „Við hjónin ólumst upp við rjúpur á jólunum
þannig að þegar við stofnuðum heimili þurfti ekki að
semja um hvað ætti að vera í jólamatinn.
Verkaskipting er á okkar heimili þegar kemur að því
að elda jólamatinn; hann sér um að steikja rjúpurnar og
ég um meðlætið. Uppskriftin sem við notum við rjúp-
urnar er sama uppskriftin og mamma notaði en hún er úr
matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur. Rjúpurnar eru fyrst
steiktar úr smjöri og síðan soðnar í mjólk.
Þetta hefur aldrei brugðist. Síðan drekkum við Talbot-
rauðvín með. Ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina.“
JÓLASTEIKIN
Úr matreiðslu-
bók Helgu Sigurðar
Aðalheiður Karlsdóttir. „Rjúpnalyktin er það sem undirstrikar komu
jólanna á mínu heimili.“