Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 123
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 123
San Simeon - Hearst kastalinn En áfram
liggur leiðin suður á bóginn – eftir EINUM
– meðfram stórbrotinni ströndinni frá Car-
mel. Big Sur er þekktur klettur á leiðinni
og þar fyrir ofan er skemmtilegt fjallahótel
sem er vinsæll áningarstaður. Þar er hægt að
fá bensín og borgara – ef fólk ætlar ekki að
stoppa lengi. Næsti áningarstaður á leiðinni
er bærinn San Simeon. Þetta er svefnbær
með mörgum mótelum og ágætu tjaldsvæði.
Bærinn hefur byggst upp sem dvalarstaður
fyrir þá sem skoða Hearst-kastalann sem er
þar uppi í fjöllunum skammt frá. Munið að
panta miða áður því að mikil aðsókn ferða-
manna er að kastalanum.
Það var blaðakóngurinn William Ran-
dolph Hearst sem lét reisa hinn stórfenglega
kastala – sem núna er afar vinsæll og þekktur
ferðamannastaður. William var einn af rík-
ustu mönnum Bandaríkjanna á sínum tíma
og afi Patti Hearst, en margir muna eftir
því þegar henni var rænt fyrir um þrjátíu
árum og haldið í gíslingu lengi. Hún gekk í
lið með ræningjunum til að lifa af og er sú
hegðun nefnd Stokkhólmsheilkennið.
William Randolph Hearst lét reisa kast-
alann í Suður-evrópskum stíl, eins konar
Miðjarðarhafsstíl, og sankaði að sér ógrynnum
listmuna, listaverka og innréttinga frá Evrópu
eftir stríðsárin – þannig að flestum þætti
nóg um. Hvernig komst hann eiginlega yfir
þetta allt saman? Það tók tímann sinn að
byggja kastalann efst uppi í fjallshlíðinni, en
landareign Hearst slagar upp í að vera helm-
ingurinn af Rhode Island að stærð. Það var
upphaflega faðir Willams Hearst sem eign-
aðist landareignina.
Ég mæli með heimsókn í Hearst-kast-
alinn; nánast skylda. Þetta er ameríski
draumurinn og „ég vil vera“- löngunin.
Karlinn umgekkst evrópska aðalinn á ferða-
lögum sínum til Evrópu og það hefur aug-
ljóslega þjakað hann að vera ekki af kónga-
og aðalsættum.
Kastalinn er með um 100 herbergjum,
hvert öðru íburðarmeira. Það er útisund-
laug í stíl grískrar goðafræði – þar sem
súlur og styttur af grísku goðunum umlykja
sundlaugina. Innisundlaugin er ekkert
slor; ískyggilega falleg. Mósaík og marmari
og allt í stíl rómversku keisaranna. Þarna
Bærinn Carmel. Engin umferðarljós eða skyndibitastaðir eru í bænum sem er paradís þeirra
sem vilja litlar verslanir og gallerí.
Í bænum Monterey á leið út að Pebble Beach svæðinu.
Fimm frábærir golfvellir eru á Pebble Beach svæðinu. Golfarar blasa víða við þegar hinn
frægi „17 mílna hringur“ í kringum Pebble Beach er ekinn.
F E R Ð A L A G