Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 34
24 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Það var ekki af einskærum brjóstgæðum, að Rússland keisarans rétti okkur hjálparhönd, heldur sökum mjög áþreifanlegra hags- muna. Það var mikilvægt fyrir ríki zarsins, að Eystrasalt yrði ekki lokað innhaf, þar sem annað stórveldi væri alls ráðandi. Lyklavöldin við Eyrarsund voru hezt komin í höndum lítils og vinsamlegs ríkis eins og Danmerkur. Og hið sama á algerlega við um Ráðstjórnar- ríkin, sem ekki hafa annarra hagsmuna að gæta, að því er varðar dönsk stjórnmál, en að landið sé frjálst og öðrum óháð. Við þetta bætist enn eitt, sem er mjög mikilvægt frá sjónarmiði smáríkjanna. Þýzkaland nazismans lýsti sífellt yfir því, að nazisminn væri engin útflutningsvara, meðan það jafnframt reyndi að leggja undir sig heiminn, en hins vegar hafa Ráðstjórnarríkin alltaf haldið fram sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna, og þau hafa fylgt þeirri stefnu nákvæmlega í öllum aðgerðum sínum á sviði þjóðernismála að því er tekur til hinna 136 þjóða, er búa innan þessa ríkjasambands. Hvort sem til þessara þjóða teljast milljónir eða aðeins fáar þús- undir manna, njóta þær sama réttar og stuðnings frá sambandsrík- inu til að leggja rækt við tungu sína, menningu og siði. Margir mikilsvirtir menn í vestrænum löndum hafa látið í Ijós aðdáun sína á hinu nýja, frjálslyndislega formi ættjarðarástar, er skapazt hefur í Ráðstjórnarríkjunum. Nýskeð benti Ickes innanríkisráðherra Bandaríkjanna á það sem fyrirmynd fyrir Bandaríkin. Þetta banda- lag gerólíkra þjóða, sem er sundurleitara en bandalag allra ann- arra Evrópuþjóða myndi verða, starfar af undraverðri samstillingu þrátt fyrir sjálfstæði hinna einstöku þjóða — eða kannski öllu held- ur vegna þess. Styrkur þess og samheldni hefur fullkomlega staðizt prófraun sína í heimsstyrjöldinni. Við Danir höfum fulla ástæðu til að eyða hugsanlegri tortryggni vorri og líta vinsemdaraugum til Ráðstjórnarríkjanna. An hinna stórkostlegu afreka Rauða hersins myndi kannski horfa dauflega fyrir þjóð vorri að því er snerti frelsi hennar og sjálfstæði í fram- tíðinni. Dálítið raunsæi af vorri hálfu myndi ekki heldur spilla. Engin þjóð getur lifað af hleypidómum, og okkur er í sjálfsvald sett að eignast góðan viðskiptavin, þar sem er hið volduga ríki, er nær yfir sjötta hluta jarðarinnar og hefur innan sinna vébanda tíunda hluta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.