Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 42
32 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og ekki mynduðu þjóðríki fyrr en seint og síðar meir. Þjóðhöfð- ingjar miðríkisins Kína færðu öldum saman út landamæri ríkisins. Min menningarlitlu nágrannalönd þess urðu kínversk skattlönd. Um Kristsfæðingu náði hið himneska ríki Kínakeisara yfir allt meginland Austurasíu. Kínverjar dýrkuðu keisara sinn sem guð og nefndu hann son himinsins. Annars er bezt að taka það fram, að Kínverjar eru litlir trúmenn og hafa um þrjár árþúsundir verið allra manna umburðarlyndastir í trúmálum. Meginþorri þeirra tilbiður enn í dag forfeður sína. Kína hafði um Kristsfæðingu náð þeim landamærum, sem það hefur enn í dag að mestu. Það er talið, að þá hafi búið fimmtíu til sextíu milljónir manna í ríkinu. Rómaveldi, sem á sama tíma drottnaði yfir öllum miðjarðarhafslöndunum, mun hafa haft á sama tíma fimmtíu og fimm milljónir íbúa. Rómaveldi náði þá frá Efrat að Atlanzhafi, Kína frá Gulahafi til Himalajafjalla. A milli þessara tveggja ríkja lágu hin voldugu ind- versku furstadæmi í Hindústan og stórveldi Partakonungs í Persíu og Mesópótamíu. Allt það, sem lá norðar eða sunnar þessu ríki, var byggt hálfvilltum eða alvilltum þjóðum. En í fyrsta skipti mannkyns- sögunnar hafði myndazt samfellt menningarsvæði, sem náði frá At- lanzhafi til Kyrrahafs. Um tíma var fremur friðsamlegt í menning- arheimi. Hinar siðuðu þjóðir hófu viðskipti hver við aðra, og róm- verskir og kínverskir kaupmenn verzluðu sín á milli á mörkuðum Persíu og Miðasíu. Þá fyrst fengu vestrænir menn hugmynd um hið mikla ríki í austri. Hinar langvarandi styrjaldir, sem brátt hófust milli Parta og Rómverja, gerðu það að verkum, að öll viðskipti Kínverja og Rómverja hættu og Kína gleymdist aftur meðal vestrænna þjóða. En á miðöldum höfðu Arabar mikil skipti við Kínverja og lærðu mikið af þeim, sem þeir síðar kenndu vesturlandamönnum. Kínaveldi stóð af sér allar þær raunir, sem orðið hafa öðrum ríkjum að grandi: Styrjaldir og stéttabaráttu, hallæri og hungurs- neyð og árásir villtra hirðingjaþjóða, sem oft sóttu á ríkið að norð- an og vestan. Það var ekki fyrr enn á síðari hluta miðalda, að mongólskar hirðingjaþjóðir frá Miðasíu lögðu Kína undir sig. Mongólar höfðu þá komið sér upp feikna ríki, alla leið frá Vislu í Póllandi til Kyrrahafs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.