Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 56
46 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hafa myndað sér út frá henni. Hitt verður svo að skeika að sköpuðu, hve mikið raunhæft gildi slíkar tillögur koma til með að hafa, þegar þær eiga að ganga undir veruleikans próf. Nú má vel vera, að Búnaðarfélag íslands, eða þeir, sem dæma um þessar ritgerðir fyrir þess hönd, telji sig þegar hafa fast land undir fótum og viti upp á hár, hvaða tillögur séu réttar og hverjar rangar. Myndi þá mega skoða þetta samkeppnisútboð sem nokkurs konar getraun. Að leikslokum myndi sá standa með pálmann í höndunum, sem hitti naglann beint á höfuðið — rataði skemmstu leið að hjarta dómnefndarinnar. Sé svo í pottinn búið, væri vafalaust skynsam- legast af þeim sem þetta ritar að leggja strax árar í bát. Án þess að hann hafi haft minnstu möguleika til þess að kynnast viðhorfi dóm- nefndarinnar til þeirra mála, sem hér um ræðir, hefur hann hugboð um, að hún kjósi að skipa þessum málum nokkuð á annan veg en hér verður stungið upp á. Það er fram tekið, að tillögurnar skuli miðast við það, að land- búnaðurinn verði samkeppnisfær. Samkeppnisfær við hvað? Nánar er þetta þó skilgreint svo, að hann eigi að veita bændum og búa- liðum álíka afkomu og öðrum, sem vinna að hliðstæðum störfum í öðrum stéttum. Því lofsverða takmarki mætti sjálfsagt ná á fleiri en einn veg. Það er hugsanleg leið, (þó er ekki þar með sagt, að hún sé fram- kvæmanleg) að skerða afkomumöguleika þessara annarra stétta að vissu marki og lækka að sama skapi þær kröfur, sem gerðar eru bændum til handa. Þessari „lausn“ hefur allmjög verið á lofti haldið, eins og nokkurs konar kína-lífs-elixír, og það þarf ekki að draga það í efa, að henni mun verða otað allfast að Búnaðarfélagi íslands, í tilefni af þessari samkeppni. Má og vera, að hún verði auglýst fyrir alþjóð sem fyrsti verðlaunagripur um það er lýkur. En það skal tekið fram, að sá, sem þetta ritar, mun slá þessari málalausn algerlega frá sér. Skal nú að því horfið að drepa á nokkra af þeim möguleikum, sem fyrir hendi virðast, til þess að koma þessum atvinnuvegi úr því miður heppilega ástandi, sem hann er í um þessar mundir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.