Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 67
ÁFANGAR
57
vinnu lítt eða ekki vinnufærir, svo sem átt hefur sér stað með ís-
lenzka einyrkja og alla jafna hefur lagt þá í gröfina fyrir aldur
fram. Sjúkrasamlög sveitanna, sem tvímælalaust ber að lögbjóða
stofnun á, verða að sjá um þetta.
Það verður að koma því ákvæði inn í tryggingarlögin, að fullt
öryggi fáist í þessum efnum. Mætti benda á það sem hugsanlega
lausn, að sjúkrasamlögin hefðu alltaf ráð á fólki, sem ynni hjá bænd-
um að heimilisstörfum og búrekstri, þegar veikindi bæri að hönd-
um.
FRÁ EINYRKJABÚSKAP TIL SÓSÍALISMA
Þeim umbótum, sem leitazt hefur verið við að draga útlínur að í
undanfarandi köflum, ætti að vera að mestu lokið á einum áratug.
í lok þessa tímabils hafa allir bændur landsins fengið nægjanlegt
ræktað land. Byggðin hefur færzt saman. Það hafa verið sniðnir
af henni allir vankantar. Hún skiptist nú í strjála bæi og byggða-
hverfi innan vébanda hins byggilega lands.
Komið hefur verið skfpulagi á framleiðsluna. Innlenda markað-
inum er fullnægt með allar þær vörur, sem við getum framleitt. Og
vonandi verðum við þá búin að vinna sæmilega trygga erlenda
markaði fyrir þann hluta framleiðslunnar, sem við þurfum út að
flytja.
Bændurnir hafa þá lært að reka bú sín að mestu leyti ineð eigin
vinnu. Þeir afkasta nú meiru en áður með minna erfiði, með hjálp
véla og aukinnar verkþekkingar. Þeir hafa lært að skipta með sér
hinum ýmsu framleiðslugreinum, þannig að hver þeirra framleiðir
nú aðallega afurðir einnar búgreinar til sölu.
Með öllu þessu hefur áunnizt betri fjárhagsleg afkoma, styttri
vinnutími og meira félagslegt öryggi.
En eigum við þá ekki að láta staðar numið?
Fjarri fer því. Kyrrstaða er sama og afturför.
Það þróunartímabil, sem hér hefur verið leitazt við að skilgreina,
hlýtur óhjákvæmilega að fæða af sér annað, enda höfum við í raun
og veru skilið við bændurna á miðri leið. Mörg vandamál eru enn
óleyst.