Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 75
UMSAGNIR UM BÆKUR 65 heldur varð að skipa sér í flokk, hann gerðist sósíalisti og hefur helgað þjóð- félagshugsjónum sínum mikinn hluta kvæða sinna. En ég fæ ekki skilið, hvers vegna þessi barátta hans þarf að brjóta í bága við „fegurð listarinnar". Hlut- verk hans er að sameina líf og list, nota vopn listarinnar til eflingar hugsjón- um sínum; takist honum það ekki, gengur hann ekki heill til baráttu. 1 stað þess að velja á milli lífs og listar, verður liann að velja hvorttveggja, annað er svik bæði við lífið og listina. Jóhannes úr Kötlum er of hefðbundinn í framsetningu sinni og túlkun. Hann talar miskunnarlaust um írelsi, kúgun, réltlæti o. s. frv. o. s. írv., enda þótt þeim orðum liafi verið útjaskað svo af ómerkilegum pissskáldum að þau bafa enga merkingu lengur, nema blásið sé í þau nýju lííi; en það hefur Jóhannesi úr Kötlum ekki tekizt. Hann yrkir ádeilukvæði, hvatningar- og hetjuljóð; en þau eru of máttlaus, vantar eldmóð og ástríðuþunga og missa því marks. Yrkir Jóhannes úr Kötlum slík kvæði vegna þess að hann metur lífið meira en listina? Ef svo er, þá er hann á rangri leið. Þegar ég las kvæði hans Stalín- gtad, minntist ég kvæðis Eriks Blombergs um sama efni, Violoncéllen. Hann yrkir um hinn mikla hildarleik stóryrðalaust, og lætur hetjustríð borgarinnar speglast í örlögtim eins manns sem bjargar cellóinu sínu, því dýrmætasta sem hann á, úr brunarústunum. Slíkt kvæði ætti Jóhannes úr Kötlum að geta ort. Ilann hefur margsýnt það að honum lætur bezt það einfalda, látlausa og hjart- anlega, enda þótt hann mætti temja sér minni tilfinningascmi, meiri sjálfs- aga, hnitmiðun og smekkvísi. Tvö lengstu kvæðin í þessari bók eru eftirmæli um Nordahl Grieg og Kaj Munk. Það eru snotur kvæði en hvorki óvenjuleg né innileg. I kvæðinu um Kaj Munk er vakningarstarfi hans í Danmörku fyrir stríð lýst með fögrum orð- um. Það starf var þó unnið í flokki afturhaldsmanna. Kaj Munk var mjög afturhaldssamur í þjóðfélags- og menningarmálum, ítalski fasisminn átti sterk ítök í honum, og það var ekki laust við að hann hefði nokkra samúð með nazismanum þá. Þetta varpar engum skugga á baráttu og dauða Kajs Munks á hernámsárunum en gefur hugmynd um hversu margbreytilegur einstaklingur hann var. En er Jóhannes úr Kötlum í raun og veru svona hrifinn af þessu starfi hans, eða er þetta aðeins venjulegt erfiljóðaglamur? Það kvæði sem helzt fær snortið mig í þessari bók er Hörpusveinn. Það er einstaklega létt og þýtt, með þjóðkvæðablæ, og hrynjandi þess ein nægir til þess að það verður hugleikið: „Gil þar var, grjót þar var, gras þar var, lyfjagrasið, lambagrasið og lóurnar, tóugrasið og tóurnar. Og það var skógur þar.“ Yms fleiri lagleg kvæði eru í bókinni, t. d. Ungt skáld í hvítu húsi og Ævi- 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.