Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 80
70 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Gunnar Benediktsson: BÓNDINN í KREML. Nokkrar ritgerðir snertandi sögu Jóseps Stalíns. Bókaútgálan Reykholt h.f. Reykjavík 1945. Islendingar liafa löngum haft mikið dálæti á persónusögu, svo að oft hafa þeir misst sjónar af skóginum fyrir eintómum trjám og saga landsins orðið að æviatriðum einstaklinga. Þótt slíkt hófleysi megi kallast hængur á ráði okkar, er hitt satt engu að síður, að persónusaga er góð og þarfleg fræðigrein og má vel endast til gleggri skilnings á einstaklingunum og samtíð þeirra, ef hvort tveggja er skoðað í réttu ljósi og gagnkvæmri áorkan. Síðustu árin hafa verið þýddar á íslenzku ævisögur ýmissa merkra manna eriendra, svo sem Roosevelts, Churchills o. fl., og hefur verið fengur að þeim bókum sumum hverjum. I bókaflóði jólanna skolaði einni slíkri skræðu upp í hendur mér. Það er að vísu ekki rnikil bók að vöxtum, tæpar þrjú hundruð síður í fremur litlu broti, en fjallar engu að síður um ærið athafnasaman mann og voldugan. Það er Bóndinn í Kreml, ævisaga Stalíns samin af Gunnari Benediktssyni. Höfund- ur getur þess, reyndar í inngangi, að hann ætli sér ekki að rita neina heildar- ævisögu Stalíns, heldur drepa á helztu æviatriði hans, og í undirtitli bókar- innar er þetta einnig gefið til kynna. Engu að síður fáum við þarna dágott æviágrip þessarar sögulegu persónu. \'ið fylgjumst með ferli söguhetjunnar allt frá sveitaþorpinu Górí, þar sem vagga hennar stóð, unz hún er orðin æðsti valdamaður á sjötta hluta af þurrlendi jarðarinnar. Við leggjum af stað með henni til prestaskólans í Tíflis með dálítinn geitarostsbita í nesti, könnum með henni fræðirit Darwins og Marx, gistum fangelsi zarsins og kynnumst Síberíu- vist sjö sinnum, störfum sífellt að málefnum alþýðu, tökum þátt í stórkostleg- ustu byltingu mannkynssögunnar og mikilfenglegasta nýsköpunarstarfi, er um getur. Höfundur skiptir bókinni í kafla og skulu hér nefndar helztu fyrirsagn- irnar, með því að þær gefa nokkra hugmynd um efnisröðun. Eru þær sem hér segir: Þar sem mín vagga var, Guðíræðineminn frá Górí, Meðal verkamanna í Tíflis, Sosso í Batumborg, Koba í fangelsi, Aldan rís, Hörfað til nýrra stöðva, Friðartímabilið, Aukið verksvið, Við fiskidrátt í Jenissu, Nýr tími í heiminn borinn, Frammi fyrir landabréfinu, Hingað og ekki lengra, Eg kenni í brjósti um vísindin, Hvorki Gyðingtir né Grikki, Hugsjónir og hefndarverk, Nokkrir ræðustúfar. Kaflaskipting í slíku riti er góð og sjálfsögð, en hitt þykir mér nokkur ókostur, að tímabilið eftir byltinguna hefur orðið nokkuð afskipt og ekki fengið það rúm, er því bar. Höfundur getur þess reyndar, að erfitt sé að rita sögu Stalíns, nema að rekja sögu Sovjetríkjanna á þessu tímabili, og er það að vísu salt, með því að Stalín er snar þáttur af sögu lands síns og verður saga hans einungis rituð með hliðsjón af sögu þess. Ég teldi t. d., að heppi- legra hefði verið að skipta kaflanum Hugsjón og hefndarverk niður í smærri kafla, þar sem lýst hefði verið verkefnum og áföngum hinnar sósíölsku upp- byggingar og þeim árekstrum, er af þcim leiddi. Slíkt hefði að minni hyggju
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.