Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 88
78 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR uð beint upp eftir Flóru íslands eftir Stefán Stefánsson (1924) eða þýdd orð- rétt upp úr Norsk Flora eftir Johannes Lid (1944). Upplýsingar um hæð plantnanna, útbreiðslu o. þ. h. er þó tekið upp úr Johs. Gröntved: The Pterid- ophyta and Spermatophyta of Iceland (1942). Það er að vísu varla hægt að komast hjá því, að flóruhöfundar styðjist við aðrar flórur, þegar þeir semja hækur sínar. En þegar höf. segir í formálanum „Bókin er að miklu leyti ólík öðrtim íslenzkum ritum um sama efni“, og skrifar síðan lýsingar á rúmum 100 tcgundum (af ca. 500) svo að segja orðrétt eftir Flóru Islands, á annað hundrað tcgundir að hálfu leyti, í sama hlutfalli ættar- lýsingar og lykla, þá er höf. kominn langt út fvrir öll takmörk velsæmis. Það hefði að minnsta kosti átt að geta þess í formálanum, en þar er ekki einu sinni minnst á, að það sé stuðzt við þessa hók. Þetta er kallað ritstuldur á íslenzku og álitið vera sú mesta óhæfa, sem nokkur vísindamaður getur gert sig sekan um. Þetta er því ósæmilegra, sem höf. var kunnugt um, að ný og endurbætt útgáfa af Flóru Islands er í undirbúningi. Einhverra hluta vegna hefur höf. þó ekki kunnað við að endurprenta alla Flóru íslands undir sínu nafni, heldur hefur hann lagt á sig það erfiði að þýða allmikið upp úr Norsk Flora eftir Lid. Rúmlega 250 tegundalýsingar eru að öllu leyti teknar úr þessari bók, um 150 að hálfu leyti (og þá hinn helm- ingurinn oftast úr Flóru Islands), sömuleiðis ættarlýsingar og lyklar að all- verulegu leyti. Eru þá víst 17 tegundalýsingar (t. d. þrjár ribstegundir) eftir, auk fíflanna, þar sem höf. hefur ekki stuðzt að ráði við þessar tvær hækur. Fíflana ætla ég að taka til meðferðar alveg út af fyrir sig og kem ég að þeim síðar. Maður skyldi nú ætla að þetta væri vandalaust verk, en það hefur þó orðið höf. ofraun, og hefur honum tekizt að koma að aragrúa af vitleysum, allskon- ar villum, sem stafa af kunnáttuleysi, fljótfæmi eða hroðvikni. Það er hægt að fyrirgefa, þótt einstaka villur slæðist með, ef bókin annars er ávinningur fyrir lesendurna. En þegar svo illa er að farið, að ekkert er til að vega á móti, er betur heima setið. Þótt ég hafi gert mér far um að kynna mér bókina sem vandlegast, er þó ýmislegt í henni, sem ég hef ekki gefið mér tíma til að athuga, t. d. latnesku nafnagiftirnar og svo áðurnefndar 17 tegundir. Eitt atriði er það, sem hefur verið mér talsverður þrándur í götu við gagnrýningu bókarinnar: Ég hef ekki frekar en höf. átt neitt við grasafræðilegar rannsóknir á Islandi, og í Höfn hefur vinna mín síðustu árin verið á öðru sviði en við flórurannsóknir. Lykla og tegundalýsingar verður ekki að fullu dæmt um, nema flóran sé notuð við greiningu jurta; ég hef aðeins lesið bókina, en villufjöldinn leynir sér ekki. Til þess að lesendur mínir haldi ekki, að þessi orð mín séu aðeins rakalaus- ar staðhæfingar, ætla ég að tína eitthvað til af þeim fjölda af dæmum, sem ég hef máli mfnu til sönnunar. Ég ætla þá fyrst að tilfæra nokkur sýnishorn af afskrift höf. úr Flóru íslands og þýðingum hans úr Norsk Flora. llvort höf. hefur sjálfur breytt svolítið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.