Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 103
UMSAGNIR UM BÆKUR 93 öllum þeim, sem álitu að hér væri duglegur og samvizkusamur grasafræðingur á ferðinni, einnig Máli og menningu, sem ætlaði að gæða meðlimum sínum á góðri bók, og vafasamt að vonir höf. rætist, sem segir (bls. 8); „Það er von mín, að bókin megi verða til að auka þekkingu manna á jurtaríki landsins mjög, svo að hægt verði að segja eftir nokkur ár, að við þekkjum gróður landsins og útbreiðslu út í æsar.“ Mér hefði þótt betur að þurfa ekki að skrifa þennan ritdóm, en á hinn bóg- inn væri það ekki vansalaust íslenzkri náttúrufræðingastétt að taka slíkri bók þegjandi, og mér stendur næst að andmæla. GuSni Guðjónsson. Svar við óhróðrinum Áður en eitt einasta eintak af „íslenzkum jurtum" hafði komið úr prent- smiðjunni, fór ég hingað heim, en ég hafði ekki verið hér í marga daga, þegar mér bárust til eyrna gróusögur um bókina, hafðar eftir ýmsum nafngreindum mönnum og ónafngreindum „sérfræðingum". Strax og bókin var komin til landsins, ukust kviksögumar, enda var vitað áður, að höfundar gróusagn- anna og stuðningsmenn þeirra myndu á svipstundu hefja ötula leit að ýms- um hækjum fyrir kviksagnirnar. Ekkert er auðveldara en að finna prentvillur, „galla“ eða eitthvað, sem „ég hefði gert öðruvísi“, þegar um slíkar bækur er að ræða. Þótt tíu vísir menn vinni að samningu bókar um jurtaríki einhvers lands, er það auðvelt fyrir hvaða heimskingja sem er að setja út á liana, því að ógjömingur er að gera öllum til hæfis. Ég fór að heyra því hvíslað, að nokkrar prentvillur væru í bókinni, svo að ég nefni ekki þvaður um „ritstuld" og fleira svipað, og eftir nokkum tíma hafði prentvillufjöldinn aukizt svo, að varla var eitt einasta orð rétt stafað, en auk þess höfðu slæðzt með ótal „vit- leysur" og „hugsanavillur", sem jafnvel „sauðsvartur almúginn" hlaut að geta séð. Fólk, sem annars skilur ekkert í náttúrufræði, fór allt í einu að fá áhuga á að tala um þetta nýja rit, — auðvitað með ljótum orðum eingöngu. Tveir heið- ursmenn gerðust djarfari en aðrir og köstuðu steinum að mér í bréfum til „Hannesar á Horninu" í „Alþýðublaðinu“, auðvitað nafnlaust. Og gamli mað- urinn frá Hriflu tók að sjálfsögðu undir og sagði í pólitískum „fréttum“ í rógblaði sínu, að ég hefði „byrjað þar, sem Stefán endar“ (eins og ætlunin með nýjum bókum um sama efni hlýtur að vera!), en „snúið öllu efni við“. Ekki er allt brjálæði eins, og kannski hefur gamli maðurinn fyrzt við mig, þegar ég hafði „ráð“ hans um að „fara í verzlun" að engu árið 1937! Þegar „Dronning Alexandrine" kom hingað um miðjan desember, hafði hún innanborðs einn ungan íslenzkan náttúrufræðing, sem hefur unnið við fremur ill kjör að rannsóknum og námi í Kaupmannahöfn. Nafn hans er Guðni Guð- jónsson, og hann lauk fyrir nokkrum árum ágætu meistaraprófi í náttúrufræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.