Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 109
UMSAGNIR UM BÆKUR 99 lendis. Og þótt Guðna þyki miður, ef þessar tölur eru nefndar í flórum, eru ekki allir á sama máli og hann. Ingólfur Davíðsson, magister, taldi það æski- legt í grein í „Náttúrufræðingnum“ fyrir nokkru, og jafnvel prófessor Nord- hagen í Osló er svo ósvífinn að nefna nokkrar slíkar tölur í sinni stóru flóru, að Guðna fornspurðum. Ef Guðni leitar auk þess í Holmbergs flóru og fleiri öðrum bókum um sama efni á öðrum Evrópumálum, rekur hann fljótt augun í slíkt hið sama. Maður á að forðast að fordæma smekksatriði, að minnsta kosti ef maður vill láta telja sig til vísindamanna. En öll orð Guðna um „krómósómtölur" eru án efa fremur gerð til að kasta Ijósi kunnáttunnar á hann sjálfan en til þess að gera hlutlausar athugasemdir, enda veit Guðni mjög vel, að nær engir lesendur greinarinnar botna í þessu gjálfri. Það hafa slæðzt með nokkrar prentvillur í síðustu próförk bókarinnar, sök- um þess að ég var fjarverandi, þegar hún var leiðrétt, en flestar þeirra eru smávægilegar og skipta litlu máli. Af nákvæmlega sömu orsökum slæddust nokkrar leiðinlegar prentvillur inn í síðustu útgáfu af „Flóru Islands", en engum kemur til hugar að hallmæla henni fyrir það. Aftur á móti má Guðni til með að skrifa langt mál og ljótt um nokkrar af prentvillunum í „íslenzk- um jurtur“, enda hefur hann eflaust fengið flestar þeirra að láni frá öðrum „gagnrýnendum", sem ekki vilja láta nafns síns getið, því að þeim hefur öllum verið hvíslað að mér áður. Og auðvitað leggur Guðni þær mér til lasts, við hverju var annars hægt að búast? — Ef hann hefði skoðað skrána yfir ís- lenzku nöfnin, hefði hann getað leiðrétt það hógværlega, að Bromus arvensis er kallað rúgfaxgresi, en ekki akurfaxgresi, eins og rétt er, en aftur á móti gat hann ekki getið sér til, hvaða villa hafði slæðzt inn í greiningarlykil ætt- anna, þótt sá, er benti honum á prentvilluna í honum, hefði að minnsta kosti átt að geta sagt honum um leið, að ég hefði talað um í svari mínu til hins nafnlausa í „Alþýðublaðinu" í haust, að lína hafði fallið niður í próförk. Væri ég þakklátur lesendum þessarar greinar, ef þeir vildu bæta þessari línu í sitt eintak. Hún var rétt í 2. próförk, en hefur síðan fallið burt við leiðréttingu. Hún á að koma á 30. blaðsíðu, undir númer 60, neðan við „b. Karlblómhlífin 4-deild. 61“, og hljóðar: „c. Karlblómhh'fin 3-deild. Blöðin beinstrengjótt. Cyperaceae 83.“ — Og að sjálfsögðu á að standa á 84. síðu í lyklinum, lið B: „II. Eitt eða fleiri öx án ullarhára". Hitt er bein misritun, sem barnalegt er að nota til að byggja ósvífnar fullyrðingar á, enda trúir Guðni ekki sjálfur slíku blaðamannamáli. Aftur á móti er það prentvillupúkinn, sem hefur hjálpað hon- um og öðrum „vinurn" mínum á 61. síðu, 13. línu að neðan, svo að heldur verður „rúsínan" hans um „málfræðilega kynvillu" illa þroskuð. I 2. próförk stóð þar: „samaaxxið tvíhliða eða alhliða". Það leiðrétti ég og breytti í „samaxið tvíhliða eða alhliða", en af einhverjum á tæðum hafa síðari orðin fallið burt, kannski vegna þess, að línan hefur verið í tveim hlutum, þar eð aðeins þrjú „ð“ voru til í prentsmiðjunni í „petite“-stíl. Annars vil ég grípa tækifærið til að benda á, að greiningarlykill ættanna — og reyndar bókin öll — er gerður fyrst og fremst fyrir þá, sem hafa áhuga á að kynnast íslenzk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.