Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 118
108 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „Efnið“ er þaS sem lesandinn veitir viðtöku, og það getur ekki hjá því farið að það sé háð stílnum. Til þess að gera sér grein fyrir hvað stíll er, getur verið þægilegt að skoða stíl höfundar á sama hátt og framkomu og hegðun einhvera kunningja. Það er sagt um suma menn að framkoma þeirra sé „alltaf róleg“, en að ástríður þeirra séu sterkar. Hvernig er hægt að vita að ástríður þeirra séu sterkar? Vegna þess að þeir „koma upp um þær“ með einhverjum smávægilegum en þýðingarmiklum þætti framkomunnar, með því að bíta á jaxlinn eða kreppa hnefann. Með öðrum orðum, framkoma þeirra er í raun og veru ekki alltaf róleg. Það er sagt um aðra menn að þeir séu alltaf „sléttir, felldir og alúð- legir“ en komi samt leiðinlega fyrir. Hvers vegna koma þeir leiðin- lega fyrir? Vegna þess að þeir eru leiðinlegir og þess vegna ógeð- felldir, og vegna þess að kurteisi þeirra er ekki raunveruleg kurteisi. Það er sagt um aðra menn að þeir séu klunnalegir, feimnir, klaufa- legir en beri samt með sér einhvers konar tign og þrótt. Hvers vegna? Vegna þess að þeir hafa að geyma tign og þrótt ásamt klaufaskap og öðrum eiginleikum. Sumir menn eru grófir í fram- komu, hreinir og beinir, en eru samt geðfelldir, vegna þess að það er „eitthvað við rödd þeirra“ eða „eitthvað í augnaráði þeirra“. í raun og veru er framkoman alltaf í samræmi við skaphöfn manna, enda þótt hún virðist vera andstæð henni. Framkoman brýtur aldrei í bág við skaphöfnina. Hins vegar geta hinir ýmsu hlutar skaphafn- arinnar verið í misræmi hver við annan. Þegar öllu er á botninn hvolft er grófi maðurinn grófur og sá klaufalegi er klaufalegur, og þessir eðlisþættir eru gallar. Framkoman leiðir þá í ljós. í raun og veru birtist skaphöfnin í framkomunni, og framkoman er afleiðing skaphafnarinnar og fulltrúi hennar. Sama er að segja um stíl og efni. Það má segja að framkoma grófa mannsins varpi skugga á blíðu hans. Ég er þó ekki þeirrar skoðunar. Ruddamennska hans er að vísu mjög leið og þreytandi, jafnvel fyrir konu hans, en hún gleymir henni fyrir augnabliks blíðu. Maðurinn er í raun og veru ruddalegur, og er það oftar en hann er blíður. Framkoma hans gerir skaphöfninni réttlát skil. Ef rithöfundur hneykslar mann á tíu síðum og hrífur hann á öðrum tíu, þá er gagnslaust að ausa úr skálum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.