Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 26
Halldór Laxness Dúfnaveislan Yelfyrirkallabir þjónarnir slógu pentudúkunum þvers yfir vinstri fram- handlegg svo það varð smellur. Þeir svifu hindrunarlaust um salina einsog gestamergðin væri svipir einir og þokuverur. Ég hafði verið að hálfkvíða því að kanski yrði ég fyrstur á vettváng og hvaða skýríngu á slíku bráðlæti hefði ég átt að bera fram? Ekki gat ég borið því við að ég væri æskuvinur gestgjaf- ans. Sem betur fer komst ég ekki í þennan vanda. Hitt undraði mig meir að alt skyldi vera orðið fult og klukkan ekki nema röskar fimm mínútur framm- yfir þann tíma sem til var tekið i símanum. Þegar ég hafði mjakað mér innúr dyrunum sneri ég mér að hjónakorni sem samanstóð af geimrannsóknaraleg- um manni dálítið ofanteknum og jarðbundinni þéttholda konu; hún brosti frammí salinn. Þau trönuðu sér ekki fram en biðu þess utarvið dyr að þeim bærist einhver glaðning uppí hendur. Með leyfi, sagði ég. Hm? Ja það er það sem ég segi, sagði konan. En það er jafn spennandi fyrir því. Þetta var allra liprasta kona og gaf við sér einsog títt er um konur þurrgáf- aðra manna. Henni hélt áfram að verða tíðrætt um þetta undur: Maðurinn minn heyrði ekki alminlega hvað sagt var í símann. En einhver sagði eitthvað og nefndi staðinn. Og þú sagðir já, elskan mín, eða sagðirðu það ekki? Ég sagði játakk, sagði maðurinn. Ég veit þú ert gefin fyrir veislur. Aldrei datt mér í hug það mundi verða neitt þessu líkt, sagði konan. Þú þarft að minsta kosti ekki að kvarta núna, sagði maðurinn; ekki þessa stundina. Er ég kanski að kvarta, sagði konan. Ósköp er biskupinn okkar samt orð- inn torkennilegur síðan mynd kom af honum í blaðinu seinast. Þeir láta altaf prenta af sér gamlar myndir, sagði bóndi konunnar. Þessi gullsnúraði, mig minnir áreiðanlega hann sé yfirmaður á kóngshöll- inni eða eitthvað þvíumlíkt, sagði konan. Mig minnir hann sé undirmaður í tollinum, sagði maðurinn. Hversvegna skyldi ég vera boðinn híngað, segir þá hálfglorulegur maður sem slettist utaní okkur af tilviljun. Ég er bara stanshlessa að vera boðinn 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.