Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 27
Dúfnaveislan sisona í veislu. Ætli það sé í heiðursskyni fyrir að ég er orðinn blindur á öðru auganu og farinn að tapa sjón á hinu? Ha? svarar þá annar maður, og er með riðu, einkennilega hvítur framaní og hafði einglahár svipað og fæst í búðum fyrir jólin. Alblindur á öðru, já. Þetta er áreiðanlega göfugt félag þó ég hafi ekki glögglega heyrt hvað sagt var í símann. Ég hef haft hellu fyrir eyra í þrjátíu og fimm ár. Kanski hefur mér verið boðið vegna þess. Hellu fyrir eyranu? í þrjátíu og fimm ár! Það er met. Þér ættuð að fara til háls-, nef- og eyrnalæknis, sagði konan. Það gleður mig að kynnast manni sem hefur hellu fyrir eyra, sagði hlauna- gleiður maður sem kom aðvífandi í sittídressi, einn þeirra sem gripa fegins hendi við sérhverju tilefni til að ná sambandi án þess að hafa þó nokkuð að leggja á móti. Með leyfi hvernig lýsir það sér þegar menn hafa hellu fyrir eyranu? Það er einsog hljómlist, sagði maðurinn með jólahárið. Stundum einsog pípuorgel, stundum blásturshlj óðfæri úr málmi; stundum vatn, stundum fugl; stundum er sagt bububu einsog boli væri kominn. Þetta er eina hljóðið á jörð- inni sem existérast í raunverulegleikanum þó hægt sé að sanna að það sé ekki til. Það er óháð ytri orsökum hverju nafni sem þær nefnast. Þetta er óskapað hljóð. Það er eina hljóðið sem eilífðin guð og annar heimur gefur frá sér. Nú sveif að okkur þjónalið og úthlutaði brjóstbirtu. Fyrirgefið virðulegi yfirþjónn, segi ég og fanst ekki taka því að knepra litlatogið við þessa ágætu menn: Ég vona það sé ekki nærgaungult þó ég spyrji hver sá sé sem býður til þessarar veislu. Hver bjóði til veislunnar? hafði þjónninn upp eftir mér. Það hljótið þér að vita miklu betur en ég minn herra. Ég tilheyri ekki einusinni þessu hóteli. Ég er leiguþjónn. Er þá einginn sem gæti vísað mér í áttina til gestgjafans, segi ég. Mig láng- ar að heilsa uppá hann. Gera svo vel að gánga innar, sagði þjónninn. Mannþraungin þéttist æ því meir sem innar dró í sölunum. Með því ég var heldur ókunnugur í borginni þekkti ég hér fátt manna og þeir sem ég kannað- ist við í sj ón voru helst menn sem hafa komið á mynd í blöðunum. Mér virtust gestirnir nokkuð undarlega valdir og sinn úr hverri áttinni. Samkvæmið í heild minti á blaðsíðu úr texta sem satsinn af honum hefur fallið í gólfið og línurnar farið í graut, en verið tíndar upp í skyndi og prentaðar án þess tími ynnist lil að lesa þær saman. Það er ekki hægt að komast að efninu nema 2tmm 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.