Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 32
Tímarit Máls og menningar
taug við þá norn sem kvöldriða heitir og fer með úlfum, kann og að breytast
í geitpeníng milli lágnættis og óttu. Þegar þær voru spurðar hver hefði kvatt
þær híngað, þá lagði frá hópnum köldum anda af auglýsíngum tannhreinsun-
ariðnaðarins og þær svöruðu: Við tilheyrum loftfélaginu.
Enn skal greint frá tveim mönnum sem voru ekki síður en helgar meyar
bæði utanvið og heimahj á sér í samkvæminu. Þeir höfðu farið í blánkuskó og
snúið uppá efrivararkampinn og sett upp harðan flibba einsog heldrimenn úr
dagblöðum snemma á öldinni. Þessir menn voru ekki óáþekkir áheyrnarfull-
trúum nokkuð fjarlægra landa sem eru tilkvaddir að vera viðstaddir á afvopn-
unarráðstefnunni í Genéve þó þeir hafi reyndar aldrei farið í stríð. Þeir voru
ekki heldur lausir við kaldhæðni þó þeir færu vel með hana og segðu ekki
mart þar sem þeir stóðu áleingdar og gáfu gotur.
Líst herrunum ekki á krásirnar, segir einhver.
Ég kann nú best við að borða heima hjá mér, sagði annar. Þá get ég feingið
buff og spælegg ef ég kæri mig um.
En þetta er óneitanlega mikið og gott efni í sorp, sagði hinn.
Fyrir hvern eruð þið herrar fulltrúar, voru þeir spurðir.
Við erum endurnýunarmenn, sögðu þeir.
Einhverjir nærstaddir fóru að pexa um það í hálfum hljóðum sín á milli
hvort endurnýunarmenn mundu vera stj órnmálaflokkur eða trúfélag og fékst
ekki úr því skorið uns þeir sem hlut áttu að máli voru krafðir sagna.
Annar segir þá: Við erum þeir sem híða þess að allar kræsíngar verði að
sorpi.
Og hinn: Við ökum því burt svo ekki komi flugur.
Hér var og kominn sá maður sem setur á tölur um það hve mjög sé fátæk-
legt í hófum þar sem hann er gestur.
Einsog allir sannir sælkerar var maður þessi ekki feitur. Hann var í nær-
skornum fötum, mjög ilmstokkinn og bar órannsakaðan demantshríng sem
vonandi hefur ekki verið úr gleri. Þessi maður var blágrár fyrir hærum og
markaður í framan af laungum menníngarlegum utanríkisviðskiftum. Þegar
hann kom að borðinu dró hann niður munnvikin og upp einglirnið og skorð-
aði það með hrollvakinni grettu í öðrum augnakróknum áður en hann færi
að rannsaka mannfagnaðinn. Hann ýtir við einum dúfuhelmíng til að sjá
hversu fuglinn sé vaxinn og verður að orði:
Steiktar dúfur nújá. Séð hefur maður annað eins.
Að svo mæltu bandar hann aftur frá sér dúfum þessum. Einhverjum varð
að orði að slíkur herri mundi vera nokkuð matvandur maður.
22