Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 32
Tímarit Máls og menningar taug við þá norn sem kvöldriða heitir og fer með úlfum, kann og að breytast í geitpeníng milli lágnættis og óttu. Þegar þær voru spurðar hver hefði kvatt þær híngað, þá lagði frá hópnum köldum anda af auglýsíngum tannhreinsun- ariðnaðarins og þær svöruðu: Við tilheyrum loftfélaginu. Enn skal greint frá tveim mönnum sem voru ekki síður en helgar meyar bæði utanvið og heimahj á sér í samkvæminu. Þeir höfðu farið í blánkuskó og snúið uppá efrivararkampinn og sett upp harðan flibba einsog heldrimenn úr dagblöðum snemma á öldinni. Þessir menn voru ekki óáþekkir áheyrnarfull- trúum nokkuð fjarlægra landa sem eru tilkvaddir að vera viðstaddir á afvopn- unarráðstefnunni í Genéve þó þeir hafi reyndar aldrei farið í stríð. Þeir voru ekki heldur lausir við kaldhæðni þó þeir færu vel með hana og segðu ekki mart þar sem þeir stóðu áleingdar og gáfu gotur. Líst herrunum ekki á krásirnar, segir einhver. Ég kann nú best við að borða heima hjá mér, sagði annar. Þá get ég feingið buff og spælegg ef ég kæri mig um. En þetta er óneitanlega mikið og gott efni í sorp, sagði hinn. Fyrir hvern eruð þið herrar fulltrúar, voru þeir spurðir. Við erum endurnýunarmenn, sögðu þeir. Einhverjir nærstaddir fóru að pexa um það í hálfum hljóðum sín á milli hvort endurnýunarmenn mundu vera stj órnmálaflokkur eða trúfélag og fékst ekki úr því skorið uns þeir sem hlut áttu að máli voru krafðir sagna. Annar segir þá: Við erum þeir sem híða þess að allar kræsíngar verði að sorpi. Og hinn: Við ökum því burt svo ekki komi flugur. Hér var og kominn sá maður sem setur á tölur um það hve mjög sé fátæk- legt í hófum þar sem hann er gestur. Einsog allir sannir sælkerar var maður þessi ekki feitur. Hann var í nær- skornum fötum, mjög ilmstokkinn og bar órannsakaðan demantshríng sem vonandi hefur ekki verið úr gleri. Þessi maður var blágrár fyrir hærum og markaður í framan af laungum menníngarlegum utanríkisviðskiftum. Þegar hann kom að borðinu dró hann niður munnvikin og upp einglirnið og skorð- aði það með hrollvakinni grettu í öðrum augnakróknum áður en hann færi að rannsaka mannfagnaðinn. Hann ýtir við einum dúfuhelmíng til að sjá hversu fuglinn sé vaxinn og verður að orði: Steiktar dúfur nújá. Séð hefur maður annað eins. Að svo mæltu bandar hann aftur frá sér dúfum þessum. Einhverjum varð að orði að slíkur herri mundi vera nokkuð matvandur maður. 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.