Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 47
hversu ljóð Davíðs eru einföld og laga sig í breytilegri mynd eftir efni og geðhrifum, að hann hafi lítið vandað til þeirra eða lítið fyrir þeim haft og ekkert hugsað um formið. Oðru nær. Þessi lifandi frjálsu mynd- breytilegu kvæði hafa einmitt það form sem þeim er ætlað, í samhljóðan við eðli þeirra, stefnu og tilgang að vera uppreisnin, að þola engan myrk- við, enga tilgerð né líkingahröngl, engan stirðleik, heldur kvika af lífi, vera tungutak hins mælta máls, vera mynd hins leiftrandi elds eða berast sem niður úr fjarska, vera samtendr- aðar svipmyndir af hug og heimi. Eins og náttúran er á hreyfingu í ljóð- um Davíðs Stefánssonar, eins er þjóð- lífið, þau endurspegla og vekja í kvik- um myndum hræringar þess, óskir og vonir. Söngur hinna snauðu er eins og þungur niður, en fagnaðarbland- inn, frelsarinn er fæddur og heldur innreið sína í borgina, þeir standa við borgarhliðin og bjóða hann vel- kominn, þótt þeim sé bönnuð inn- ganga. Efnið skapar formið eftir sér, það er formbylting þess tíma, og allra tíma. Straumarnir flæða saman, straumar í brjósti skáldsins og straumar tímans, úthafið og hans eig- in sál. Og það eru faðmlög þessara strauma sem skapa alla gleðina, hin heitu geðhrif, hinar síkviku myndir í ljóðum hans. Þetta er æskan og köll- unin. Það vill svo vel til að við eigum Og þó kom til mín þjóðin öll kvæði eftir Davíð þar sem í rauninni allt er sagt um köllun hans og það sem gerðist, þegar straumar tímans og sál hans áttu leið saman, og hér var reynt að lýsa, það tímabil sem þjóðlífið flæddi inn til hans og magn- aði hug hans og gaf honum hljóminn í strengina. Ekki veit ég hvort menn hafa tekið eftir þessu kvæði. Það er mjög látlaust. Hann er þroskaður er hann yrkir það. Það er í kvæðabók hans í byggðum og heitir Á sjávar- hömrum: Ef lífið hefur læst þig inni og grafið í lágu hreysi, þá kom þú og fylgdu mér. Ég beið þín til að benda þér út á hafið, sem breiðir hyldjúpan faðminn móti þér. Við skulum nema staðar á hamrinum háa og horfa þaðan út yfir djúpin blá, hlusta á brimið og brjósthvelfda máva, sjá bátana litlu og skipin sigla hjá. lnn í hamrana skerast skínandi vogar. Af skeijum og perlum eru djúpin full. Þú ættir að sjá, þegar sól á hafi logar og særinn er eins og bráðið rauðagull. Þú ættir að sjá, þegar ólgandi bárur byltast og brimlöðrið rýkur, stormur í lofti hvín. Það er eins og hafið, þegar það verður vilji fljóta út yfir takmörk sín. [viltast, Ég hef þá trú að víðsýnið geti vakið þær vonir, sem ennþá sofa í brjósti þér. Að líta til himins réttir bogið bakið. Brimhljóðið styrkir þann, sem veikur er. Heilnæmum svala, blærinn í brjóst þér andar, blóðið hreinsar, gefur tungunni mál. I haflöðrið hverfa hugans eyðisandar, og hafið veltir sér inn í þína sál. 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.