Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 48
Timarit Máls og menningar Þá vex hún og raagnast,brýturaf sérböndin, brimið sverfur vilja hennar til stáls. Hún fer eins og hafið að hrópa og faðma löndin af hamingju yfir því — að vera frjáls. Þú ættir að standa á hömrunum út við hafið og heyra það flytja drápur og kvæði sín, sjá það í stórviðri stjörnuljóma vafið stíga dansinn — og skapa örlög þín. 011 æfintýri af íslendingum gerast á farmennskuárunum. Frá því þeir festu hér byggð hefur fjallið og út- særinn ætlað að slíta þá sundur á milli sín, og tvær sálir hafa búið þeim í brjósti. Þeir hafa verið bundnir við hólmann, en þráð út á hafið, út yfir hafið. Engum var farmannseðlið rík- ara í blóð borið en Davíð Stefánssyni. Kvæði hans ólga af útþrá. Þú skalt farmanns kufli klæðast — knerri þín- um hrinda á flot. Það halda honum engin bönd: Ég lýt hinum mikla mætti. Það leiðir mig hulin hönd, og hafið, — og hafið kallar. — Það halda mér engin bönd. Ég er fuglinn sem flýgur, skipið sem bylgjan ber. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. Óendanleg eru æfintýrin sem hann lifir, hinn friðlausi þyrsti sveinn, þar sem þær dansa kringum hann, Tína Rondóní, Rósamunda, Messalína, hin Rómverska brúður, Feneyjarmeyjan: Og hversu ljúft er að lifa og brenna við brjóstin þín, teyga þinn ástarunað, — þitt úmbriska vín. Við höfum töfratjöldin gist, og tíminn leið þar fljótt, en þar var bjart, og þú varst kysst í þúsund og eina nótt. En jafn skyndilega er farinu snúið heim, og æfintýrahetjan, með allar sögurnar af sér, er allt í einu setzt í bú sitt og orðin heimakær og farin að rækta garðinn sinn og dunda við að hlaða garða eða dytta að amboð- um og farið að dreyma um að deyja inn í fjöllin og ganga einstigu. Þetta varð líka sagan af Davíð Stefánssyni. Hann settist að á Akureyri, var þar oftast um kyrrt, var heima hjá sér í Fagraskógi á sumrin, lifði sveitasæl- una og margar dýrlegar stundir, dýrk- aði náttúruna, hélt áfram að yrkja, skrifa sögur og leikrit, og má eflaust færa rök fyrir því að sum af beztu kvæðum hans sé að finna í siðari bók- unum. En samtíðin kallaði ekki fraro- ar eins sterkt á hann, eða hann hlýddi ekki lengur hennar kalli, eða að minnsta kosti ekki á sama hátt og áð- ur. Má jafnvel vera að hann hafi ótt- ast þá strauma sem hann vakti, að benda þjóðinni út á hafið. Honum stóð stuggur af þróun þj óðfélagsins, vexti höfuðborgarinnar, af erlendum áhrifum á íslandi, af hernámi lands- ins, og hann lenti í þeirri aðstöðu að borgarastéttin sem hann hafði í raun og veru einlægt verið í uppreisn gegn, vildi breiða við honum faðminn, en 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.