Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 56
Tímarit Máls og menningar
frelsi. í fyrsta skipti tóku negrarnir
að gera sér grein fyrir, að enda þótt
þeir væru í minni hluta í Bandaríkj-
unum, voru þeir í meirihluta í öllum
heiminum, og að það sem í Banda-
ríkjunum er talið kynþáttamál er á
alþj óðamælikvarða réttindamál meiri-
hluta alls mannkynsins.
Árið 1960 hófu negrarnir nýja
sókn. Þá hófst setuhreyfingin, sem
vakti furðu negranna er flutzt höfðu
til Norðurríkjanna sannfærðir um að
negrar í Suðurríkjunum mundu
aldrei rísa upp til að berjast fyrir
rétti sínum. Setuhreyfing stúdentanna
miðaði að því að knýja fram jafnrétti
í veitingahúsum, verzlunum, bóka-
söfnum, kvikmyndahúsum, lystigörð-
um, á baðströndum og öðrum opin-
berum stöðum í Suðurríkjunum.
Þessar aðgerðir voru ólíkar öllum
fyrri aðgerðum negranna að því leyti
að þær miðuðu að því að setja málin
á oddinn og ögra mótaðilanum.
Negrastúdentarnir komu ekki fyrir
rétt einungis til þess að rökræða um
lögin, eins og NAACP mörgum árum
áður. Þeir voru að knýja í gegn fram-
kvæmd þeirra á staðnum.
Þessir negrastúdentar voru synir
og dætur negranna sem unnið höfðu
í verksmiðjum og barizt í stríðinu, og
kennt börnum sínum það sem foreldr-
ar þeirra höfðu látið undir höfuð
leggjast að kenna þeim — að þeir
stæðu engum að baki og ættu sama
rétt og aðrir Bandaríkjamenn — og
sent þá í háskóla til að búa þá undir
að taka við jafnréttinu. Þessi hreyf-
ing kom af stað róti í öllu réttarfars-
kerfi Suðurríkjanna — héraðsdóm-
stólar, áfrýjunardómstólar, alríkis-
dómstólar dæmdu sitt á hvað, oft í
viðurvist hundraða negra, sem fylltu
réttarsalina. Þegar hreyfingin brá á
það ráð að koma upp bækistöðvmn
fyrir stuðningsmenn og þátttakendur,
kom einnig til árekstra milli þessa
æskufólks og foreldra þess. Hreyfing-
in náði til allra fylkja landsins eftir
að samtök hvítra manna og svartra
sem nefndu sig riddara frelsisins
(Freedom Riders) voru stofnuð árið
1961 og skipulögðu ferðir bæði frá
Norður- og Suðurríkjunum til horg-
anna syðst í Suðurríkj unum.
Negraæskan beitti sömu ofbeldis-
lausu aðferðunum og Martin Luther
King hafði notað við strætisvagna-
bannið í Montgomery. Þessi baráttu-
aðferð var mjög árangursrík að því
leyti að hún gerði æskulýðnum kleift
að taka frumkvæðið í sínar hendur
undir öruggri stjórn, koma á fót sam-
vinnu milli hvítra og þeldökkra æsku-
manna og varpa skýru ljósi á réttar-
farið í Suðurríkjunum. En hvíti
skríllinn í Suðurríkj unum svaraði
með ofbeldi, og það var þessi skríll
sem yfirvöldin í Suðurríkj unum
héldu við efnið þegar þau komu á
reglu með því að dæla vatni á stúd-
entana, kasta að þeim táragassprengj-
um, handtaka þá og varpa þeim í
46