Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 56
Tímarit Máls og menningar frelsi. í fyrsta skipti tóku negrarnir að gera sér grein fyrir, að enda þótt þeir væru í minni hluta í Bandaríkj- unum, voru þeir í meirihluta í öllum heiminum, og að það sem í Banda- ríkjunum er talið kynþáttamál er á alþj óðamælikvarða réttindamál meiri- hluta alls mannkynsins. Árið 1960 hófu negrarnir nýja sókn. Þá hófst setuhreyfingin, sem vakti furðu negranna er flutzt höfðu til Norðurríkjanna sannfærðir um að negrar í Suðurríkjunum mundu aldrei rísa upp til að berjast fyrir rétti sínum. Setuhreyfing stúdentanna miðaði að því að knýja fram jafnrétti í veitingahúsum, verzlunum, bóka- söfnum, kvikmyndahúsum, lystigörð- um, á baðströndum og öðrum opin- berum stöðum í Suðurríkjunum. Þessar aðgerðir voru ólíkar öllum fyrri aðgerðum negranna að því leyti að þær miðuðu að því að setja málin á oddinn og ögra mótaðilanum. Negrastúdentarnir komu ekki fyrir rétt einungis til þess að rökræða um lögin, eins og NAACP mörgum árum áður. Þeir voru að knýja í gegn fram- kvæmd þeirra á staðnum. Þessir negrastúdentar voru synir og dætur negranna sem unnið höfðu í verksmiðjum og barizt í stríðinu, og kennt börnum sínum það sem foreldr- ar þeirra höfðu látið undir höfuð leggjast að kenna þeim — að þeir stæðu engum að baki og ættu sama rétt og aðrir Bandaríkjamenn — og sent þá í háskóla til að búa þá undir að taka við jafnréttinu. Þessi hreyf- ing kom af stað róti í öllu réttarfars- kerfi Suðurríkjanna — héraðsdóm- stólar, áfrýjunardómstólar, alríkis- dómstólar dæmdu sitt á hvað, oft í viðurvist hundraða negra, sem fylltu réttarsalina. Þegar hreyfingin brá á það ráð að koma upp bækistöðvmn fyrir stuðningsmenn og þátttakendur, kom einnig til árekstra milli þessa æskufólks og foreldra þess. Hreyfing- in náði til allra fylkja landsins eftir að samtök hvítra manna og svartra sem nefndu sig riddara frelsisins (Freedom Riders) voru stofnuð árið 1961 og skipulögðu ferðir bæði frá Norður- og Suðurríkjunum til horg- anna syðst í Suðurríkj unum. Negraæskan beitti sömu ofbeldis- lausu aðferðunum og Martin Luther King hafði notað við strætisvagna- bannið í Montgomery. Þessi baráttu- aðferð var mjög árangursrík að því leyti að hún gerði æskulýðnum kleift að taka frumkvæðið í sínar hendur undir öruggri stjórn, koma á fót sam- vinnu milli hvítra og þeldökkra æsku- manna og varpa skýru ljósi á réttar- farið í Suðurríkjunum. En hvíti skríllinn í Suðurríkj unum svaraði með ofbeldi, og það var þessi skríll sem yfirvöldin í Suðurríkj unum héldu við efnið þegar þau komu á reglu með því að dæla vatni á stúd- entana, kasta að þeim táragassprengj- um, handtaka þá og varpa þeim í 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.