Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 75
Eðvarð Arnason Nokkur orð 11111 tímatalið Þegar nóvembermánuður var styttur um 11 daga að boði konungs og sitthvað fleira. I egar bændur komu þreyttir heim til sín af Alþingi árið 1700, höfðu þeir mikil og merkileg tíðindi að segja. Konungurinn gamli, Krist- ján fimmti, hafði látizt hinn 25. ágúst sumarið áður, og við hafði tekið son- ur hans, sem bera átti nafnið Friðrik fj órði. Þessum unga konungi höfðu þeir svarið hollustueið á þinginu. en sjálfur hafði hann sent íslendingum bréf með amtmanni þess efnis, að næstkomandi nóvembermánuður skyldi styttast um 11 daga. Margt höfðu menn misjafnt orðið að þola að dönsku konungsboði, en nú kast- aði tólfunum. Konungsbréfið var dags. 10. apríl 1700 og í því segir konungurinn og lagði svo fyrir „at udi vore Lande Is- land og Færö samt tilhörende Insuler skal udi nærværende Aar 1700 saa snart det kommer efter sædvanlig gammel Stil til den 16. Nov., som er en Löverdag, Söndagen næst efter være den 28. Nov., Tirsdagen den 30. Nov. og St. Andreæ Dag Onsdagen d. 1. Dec. og saa fremdeles.“ Auðvitað er þessara tíðinda getið í annálum samtíðarinnar. Af þeim hafa varðveitzt til þessa dags t. d.: Valla-annáll (fyrir árin 1659—1737), Mælifellsannáll (1680—1738) og Annáll Páls Vídalíns (1700—1709) og er þar kóngsbréfsins alls staðar getið. Einna greinilegust er þó frá- sögn Mælifellsannáls (ritari Ari pró- fastur Guðmundsson á Mælifelli). Fyrir Anno 1700 stendur þar m. a.: „... kom út konungsbréf með amt- manni Christian Miiller í hverju af- tekið var það gamla rím, er Júlíus keisari hafði að fornu samið í Evr- ópu, en viðtekið nýtt Calendarium Gregorii páfa í Róm, stiptað Anno 1582, og hafði síðan brúkað verið í Ítalía, Spán, Frankaríki, Englandi og Hollandi. Komu þar allir messudagar 10 dögum fyrri en hér, eptir því forna rími. Voru þá í Danaveldi teknir 11 síðustu dagar úr Febrúarmánuði 1701,1 en hér á íslandi og Færeyjum byrjaðist umbreytingin í Novembri, svo að frá laugardeginum, sem er sá 16. Novembris eptir gamla stílnum, skal sunnudagurinn þar næst eptir vera sá 28. Novembris og fyrsti sunnu- dagur í adventu, og mánudagurinn næssti 29. og svo framvegis, en það gamla rím aldeilis aftekið.“ 1 Mun vera misritun, fyrir 1700. 5 TMM 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.