Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 97
— Gamall. — Til að finna á sér þegar ætlar að rigna. — Það gamall að þú hafir haft áhyggj- ur af veðrum. — Eg hef áhyggjur af veðrum. — Það gamall að þú sért hættur að kvef- ast og hættur að fá lungnabólgu og hættur að vita hvort þú sért blautur eða þurr. — Ég held menn hafi engar áhyggjur yfirleitt eftir það. — Þær eru byrjunin." Sagan sjálf er skrifuð í ljóðrænum end- urminníngatón. Stíllinn er fremur hægur og lygn og málfarið viðkunnanlegt og stundum skemmtilega norðlenzkt, en ekki tilþrifamikið og stöku sinnum bregður fyr- ir smá hnökrum. Ég set hér eitt dæmi úr sjálfri sögunni, upphaf 5. kafla. Gott dæmi um það hvemig Indriði skrifar lýriskan stíl: „Gamli maðurinn var kominn niður á bakkann og byrjaður að snúa skömmu fyr- ir hádegi. Það hafði verið stopull þerrir í tvo daga en nú hafði létt til og sólin skein á holtið austan í hólnum og stararsundið og heyið í flekkjunum. Skáramir náðu fram á brún gróðurtorfunnar og þar sem ekki hafði sprangið úr bakkanum lágu bleik ljá- förin í hreinrökuðum bogum niður að ár- vatninu sem var tært og hægstreymt og glóði í sólskininu og það var eins og sumarið væri að byrja. Gamli maðurinn var á skyrtunni að rifja. Einar og hann höfðu slegið bakk- ann fyrir skömmu og hann hafði notað þurrkleysudagana til að raka heyið í flekki. Hafgolunnar var ekki farið að gæta þetta snemma dagsins. Hún var alltaf góður þerr- ir og það brást ekki hún kæmi í svona veðri þótt áliðið væri sumars. Vegna hennar hafði hann byrjað á syðsta flekknum og sneri görðunum gegn sól. Þomandi óhrak- ið grasið minnti hann á tíma, þegar konur gengu um engin með nakta handleggi rauða Umsagnir um bœkur af sólbruna, vettlingaðar hendur á hrífu- sköftum, mosk á sokkum og ljósa skýlu- klúta; einnig mundi hann hvella hlátra undir bólsturstöfnum og kaldan skyrhrær- ing í leirskálum og kvöldin þegar gengið var heim frá rökuðum skákum og jörðin var bleik milli sætanna og kflamir höfðu fengið augu sín að nýju. Nú var ekki á neitt að horfa nema stöku mann á litlum ljáar- blettum sem bar sig við að bjarga síðslægj- unni undan haustveðmnum.“ Indriða hefur ekki tekizt að skapa sér- lega eftirminnilegar persónur í þessari bók, nema Ólaf gatnla. Veldur þar trúlega mestu hve samtölin em óekta, en þeim virðist ein- mitt ætlað að láta persónumar túlka sjálf- ar sig. Margrét heimasæta finnst mér vera helzt til heimsvön og ákveðin í ástamálun- um af skagfirzkri blómarós frá krepputím- anum að vera. Aðalsöguhetjan Einar er nokkuð á reiki og lesandi á dálítið erfitt með að setja sig inní hugarheim hans og gerast beinn þátttakandi i athöfnum hans. Til þess kynnist maður honum ekki nógu vel. Sérstaklega er ósannfærandi sú ein- dreigna ákvörðun hans að selja jörðina og flytja burt eftir lát föður síns. Maðurinn er úngur, á jörð og bú — og konu. Ekki getur hann farið annað en í kaupstað og þá helzt til Reykjavíkur og þángað virðist hann stefna, einn, í sögulok. En þar er líka kreppa og atvinnuleysi, og varla björgulegt ólærðum aðkomumanni. Þessi skuld í kaup- félaginu, sem hann þarf alls ekki að borga getur ekki verið nægileg ástæða. Hafi höfundur ætlað sögunni að skýra nokkuð hinn margumtalaða flótta úr sveit- inni, hlýtur það að teljast alvarlegur galh að einmitt sú skýríng skuli ekki vera Ijós og sannfærandi. En þrátt fyrir allt það, sem hér hefur ver- ið sagt sögunni til lasts, skal það sagt að „Land og synir“ er vel læsileg saga og alla- vega betra verk en „79 af stöðinni", þótt 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.