Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 112
Tímarit Máls og menningar um þessar mundir meðal yngri Hafnarstúd- enta, og óneitanlega er lýsing Þorsteins í meira lagi spaugileg, þótt ekki sé hún góð- viljuð. íslenzkir Hafnarstúdentar áttu oftast í basli, höfðu úr litlu að spila og voru kannske sjaldnast miklir fjármálamenn, en vildu þó reyna að vera menn með mönnum. Afleiðingin varð oft botnlausar skuldir og margskonar óreiða, stundum algert skip- brot. í fyrra þætti bréfanna er sögð ein slík raunasaga, en það eru bréf Torfa Eggerz til foreldra sinna og bróður og nokkur önnur bréf sem varða hann. Sú saga er ekkert eins- dæmi, en bréf Torfa birta okkur hana í öll- um sínum átakanlega einfaldleik. Þessir ís- lenzku sveitapiltar voru allt annað en auð- mjúkir, þeir neituðu að láta fátækt og erf- iða aðstöðu smækka sig, kusu jafnvel held- ur sjálfsmorð en að þola smán og Htilsvirð- ingu. Uppreisnarhugurinn í bópnum kring- um Baldvin Einarsson kemur líka fram í deilunni við Rask, þar sem lítilfjörlegt til- efni varð til að kveikja í þjóðarmetnaði ís- lenzkra Hafnarstúdenta svo að þeir gengu í berhögg við hálærðan mann og frægan eins og Rask, ekki síður en við eldri og gætnari landa sína. í síðari þætti bréfanna er brugðið upp mörgum skemmtilegum og athyglisverðum myndum úr Hfi Hafnarstúdenta á milli 1880 og 1890. Þar ber einna mest á erjum meðal Hafnar-íslendinga, sem voru næsta harð- skeyttar á þessum árum og áttu sér margvís- legar rætur. Eru þar ekki sízt fróðleg bréf þeirra Finns Jónssonar og Jóns Þorkelsson- ar, en þeir komust snemma á öndverðan meið, og greri aldrei að fullu um heilt með þeim. En í þeim bréfum sem þarna eru birt má ýmislegt finna til nánari skýringar á þeirri deilu, og þá einkum í þeim bréfum sem varða Rask-hneykslið. Sýnilegt er að Jóni Þorkelssyni hefur þótt sér freklega misboðið af þeim flokki sem Finnur fyllti, jafnvel þótzt svikinn af þeim í tryggðum, en hann var ekki sá maður að hann gleymdi mótgerðum af því tagi eða gerði minna úr en efni stóðu til. En þó að flokkadrættir Hafnarstúdenta á þessum árum væru ekki merkilegir í sjálf- um sér, þá er vafalaust að þeir drógu oft dilk á eftir sér þegar stúdentarnir eltust og sneru heim, enda drógust Reykjavíkurblöð- in oftar en einu sinni inn í deilumar, og þær fléttuðust saman við stjómmálabarátt- una á fleiri vegu en einn. Hafnarstúdentar áttu ennþá drjúg ítök í íslenzkri pólitík á þessum árum, eins og sjá má t. d. af tilraun- um þeirra til að hafa áhrif á stefnu Þjóð- ólfs, eftir að Þorleifur Jónsson hafði tekið við honum, en um það koma fram ótvíræð dæmi í þessari bók; en Þorleifur hafði áð- ur tekið þátt í félagsskap róttækari Hafnar- stúdenta. Meðal annars er gaman að sjá að Valtýr Guðmundsson hefur snemma farið að velta því fyrir sér hvemig haganlegast mætti nota blað til áróðurs í pólitískum efn- um, og er hvergi feiminn að leggja ritstjóra Þjóðólfs lífsreglur á því sviði. Bréfritarar síðara þáttarins urðu flestir þjóðkunnir menn og lifðu margir hverjir langt fram á þessa öld; þeir eru því síður en svo ókunnir mörgum sem nú lifa, en samt bæta þessi bréf ýmsum dráttum í þá mynd sem flestir munu gera sér af þeim. En auk þess em þau merkileg aldarfarslýsing á lífi þessa sérstæða hóps, Hafnarstúdent- anna áratuginn 1880—90, heimild um æsku þeirrar kynslóðar sem var fullþroska um aldamótin og setti að verulegu leyti mark sitt á íslenzkar menntir og stjómmál í upp- hafi þessarar aldar. /. B. 102
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.