Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 113
Nokkrar athugasemdir um landafundi og menningar- sögu víkingaaldar wyn JONES, prófessor í Aberystwyth á Bretlandi, er einhver mikilvirkasti þýð- andi og skýrandi íslendinga sagna, sem nú er uppi. Fyrir nokkrum árum kom Egils saga út í þýðingu hans, 1961 gaf hann út 9 Islendinga sögur á vegum Oxford Press undir titlinum: Eirik the Red and other Ice- landic Sagas, og nú birtir hann allmikið rit um landkönnun og landnám Víkinga á eyj- um og ströndum Norður-Atlantshafs.1 G. Jones er ekki venjulegur fræðimaður, heldur dálítið óstýrilátur rithöfundur og hefur gefið út nokkrar skáldsögur. Hann þýðir fomrit okkar á ensku vorra daga, vandað mál, dálítið hátíðlegt á stundum, en blæbrigðarikt. Hann leyfir sér að skera niður ættartölufróðleik, sem snertir ekki beint söguganginn. Það þyrftum við einnig að gera í alþýðlegum útgáfum í framtíð- inni. Nýjasta bók G. Jones: The North Atlantic Saga — markar tímamót í sögu Grænlands — Vínlandsbókmennta. Hún skiptist í tvo þætti: Inngang, söguna (The Story) og heimildimar, en að bókarlokum eru nokkr- ar viðbætur: stutt ritgerð um Njáls sögu (Greatest of Sagas) og önnur um Straum- fjörð á Vínlandi, þýðing á þætti Þórarins Nefjólfssonar í Ólafs sögu helga (Heims- kringlu), grænlenzkri sögn um Ungortok og síðasta norræna Grænlendinginn, og að lok- um er gerð grein fyrir textum þýddra rita, bókfræði og nafnaskrá. Heimildaþátturinn er um helmingur bók- 1 Gwyn Jones: The Norse Atlantic Saga, Being the Norse Voyages oj Discovery and Settlement in Iceland, Greenland, America. London, Oxford University Press, 1964, 246 bls. Umsagnir um batkur arinnar. Hann hefur að geyma þýðingar á helztu fomritum íslenzkum, sem fjalla um landafundi víkinga. Þar er öll íslendinga- bók Ara fróða (d. 1148), valdir kaflar úr Landnámabókunum, sem greina frá fundi íslands og fyrstu byggð; Grænlendingasög- urnar, um landnám á Grænlandi, stofnun biskupsstóls í Görðum og fund Norður- Ameríku, Vínlands hins góða. Um þessa atburði fjalla ýmsar aðrar heimildir, íslenzkar og erlendar, fornfræði, ömefni o. s. frv, og gerir höfundur nokkra grein fyrir þeim í söguþætti sínum. Ritað- ar heimildir em þó enn sem komið er einar til frásagnar um siglingar víkinga til Vín- lands. Ég er ekki dómbær um það, hve málið á þýðingum rithöfundarins G. J. lætur vel í eyrum Englendinga. Hitt get ég vitnað, að þýðingin er yfirleitt nákvæm og traust. Hugtakið „Norsemen“ er dálítið hlut- drægt sem samheiti á sæfömm víkingaaldar á Norður-Atlantshafi, en Víkingar teljast þeir allir, hvaðan sem þeir vom kynjaðir. Sagan. Síðasta áratug hefur víkingaöld átt upp á pallborðið hjá fræðimönnum á Vesturlöndum, og margs konar rannsóknir hafa eflt þekkingu okkar á sögu og menn- ingu þess tímabils. í söguþættinum rekur G. J. landfundasögu víkingaaldar í Ijósi nýjustu rannsókna; þar er að finna bezta yfirlit, sem hingað til hefur verið samið um þá atburði. Víkingaöld er fyrsta mikla landkönnunar- tímabilið í sögu Vesturlanda. Þá flytjast Evrópumenn fyrst þúsundum saman búferl- um yfir úthafið og hefja reglubundnar út- hafssiglingar. ísland var fyrsti áfangi þeirra á leiðinni yfir hafið. ísland. Ekki hof, heldur skáli. Um land- nám og byggðarsögu fslands hefur verið rit- að frá því á 12. öld. Kaflinn um það efni í bók G. J. er stundum dálítið gamaldags. Árið 1939 leiddu rannsóknir í ljós, að það, 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.