Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 121
ir nesið. Þar var grunnsævi mikið að fjöru sjávar“. Þar féll á úr vatni einu, og lögðu þeir skipi sínu á vatnið. „Meira var þar jafndægri en á Grænlandi eða Islandi; sól hafði þar eyktarstað og dagmálastað um skammdegi." „Þar komu engin frost á vetr- um og lítt rénuð þar grös,“ og Tyrkir las vínber. Þar reisti Leifur sér hús og nefnd- ust Leifsbúðir. Síðar fer Þorvaldur, bróðir Leifs, í leið- angur til Leifsbúða á Vínlandi. Þaðan fer hann í könnunarferð suður með landi sum- arið eftir. Þar voru hvítir sandar, eyjótt mjög og grunnsævi mikið. Á öðru sumri ætl- aði Þorvaldur að sigla norður fyrir landið, en braut skip sitt á nesi, sem hann kallaði Kjalames. Þar dvaldist þeim við skipa- smíði, en komust þó austur fyrir landið „og inn í fjarðarkjafta þá, sem þar voru næstir, og að höfða þeim, er þar gekk fram“. „Hér er fagurt, og hér vil ég bæ minn reisa,“ seg- ir sagan, að Þorvaldur hafi mælt, er hann kom á land, en þar féll hann í viðureign við Skrælingja. Fleiri staðarlýsingar á Vín- landi er ekki að finna í Grænlendinga sögu. Vínland var syðst þeirra landa, sem nor- rænir menn könnuðu vestan Atlantshafs. í íslenzkri heimslýsingu frá því um 1300 seg- ir, að sumir ætli, að það gangi af „Affrica“. Höfundur hennar telur, að Norður-Atlants- hafið sé innhaf, umlokið landahring: Nor- egur, Finnmörk, óbyggðir frá Bjarmalandi, Grænland, Helluland, Markland, en þaðan liggur Vínland til Afríku. Höfundur Eiríks sögu rauða þekkir kenn- inguna um landahringinn, sbr. þegar hann segir, að Eirík hreki „um haf innan". Þetta var f jölvís maður, sem leitaðist við að leið- rétta fornar missagnir eftir nýjum vísdómi. Af landfræðiþekkingu sinni sér hann, að Vínland getur ekki legið jafnnorðarlega og Grænlendinga saga gefur í skyn, eða um 9 dægra, 5 sólarhringa siglingu í útsuður frá Umsagnir um bœkur Herjólfsnesi. Frægasta dæmið um þá þekk- ingu hans er frásögn Eiríks sögu utn afstöðu Þjóðhildarkirkju til bæjarhúsa í Bratta- hlíð. Höfundur Eiríks sögu lætur Vínlands- fara sigla norður um Vestribyggð og Bjarn- arey (Disko) og yfir Davíðssund, þar sem skemmst er milli landa, en ekki taka kóss- inn beint í útsuður frá Herjólfsnesi, eins og Grænlendinga saga gefur í skyn, að þeir hafi gert. Fræðimenn hafa fallizt á, að þetta sé sennilegasta leiðin vestur til Marklands, eins og þá var háttað skipakosti og siglinga- tækni, og má styðja þá skoðun ýmsum rök- um. Minninga um þessa leið gætir í Græn- lendinga sögu, þar sem segir frá leiðangri Þorsteins Eiríkssonar. Ferðin suður til Vín- lands hefst því í rauninni norður við Disko nálægt 70° n.br., en þar með verða vega- lengdir Grænlendinga sögu enn fjarstæðari en áður. Höfundur Eiríks sögu þarf því að lengja gríðarlega fjarlægðirnar frá Mark- landi suður á Vínland til þess að finna því skynsamlegan stað miðað við gróðursæld. Frá Marklandi lætur hann leiðangur Karls- efnis sigla „suður með landinu langa stund ... lá landið á stjóm; voru þar strandir langar og sandar. Þeir reru til lands og fundu þar á nesinu kjöl af skipi og kölluðu þar Kjalames. Þeir kölluðu og strandimar Furðustrandir, því að langt var með að sigla.“ í Eiríks sögu er engin skýring gefin á því, hvemig kjölurinn komst á nesið, því að Þorvaldur Eiríksson er þar látinn vera í leiðangri Þorfinns, en ömefninu vill höf- undur ekki sleppa. Hann virðist gera ráð fyrir því, að það sé á Furðuströndum. „Þá gerðist land vogskorið", sbr. fjarðarkjaft- ana í Grænlendinga sögu. „En er þeir höfðu siglt fyrir Furðustrandir,“ þá láta þeir þol- hlaupara á land, karl og konu, og koma þau aftur með vínber og hveitiax sjálfsáið. „Gengu þau á skip út, og sigldu þeir síðan leiðar sinnar,“ segir sagan, eins og um ein- 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.