Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 21
ábatavon fólk þetta til að hrúgast híngað; eða hugsjón; einhver sam- tök hafa orðið að vera, en hvernig löguð? Hverjir gerðu þeim skip, hin fyrstu atlantshafsskip haffærandi? Hvernig greindust þessir menn að hundraðshluta samkvæmt flokkun búandlýðs á miðöldum? Hve mörg prósent voru frjálsir bændur / leigu- liðar / einyrkjar / leysingjar / bú- lausir menn / þrælar? Eða var þetta húngurlýður? Einn elstur landnámu- höfunda (Styrmir) segist skrifa um landnám til að afsanna fyrir útlend- íngum þá skoðun sem virðist hafa verið almenn, að vér værum komnir útaf þrælum og illmennum. Hvað átu þeir, hverju klæddust þeir á íslandi? Var önnur lífsbjörg en veiðiskapur? Hver var staða kvenna meðal þeirra? Hvað var leingi verið að koma upp búpeníngi og dráttardýrum? Hver voru híbýli þeirra á frumbýlíngsár- um í hörðu landi og auðu: tjöld / hellar / torfhróf /jarðholur? Hvern- ig unnu þeir rekavið til húsa á tíma áðuren sögin varð fundin? Hver tæki höfðu þeir til að flytja fólk og farángur úr stað í ókunnum lands- skap fjalla jökla hrauna og sanda, og alt sundurskorið af illfærum vatns- föllum? Það er ekki fyren í bókum sem samdar voru hundruðum ára síðar að við fréttum að landnámsmenn og afkomendur þeirra á íslandi hafi lif- að í góðu geingi fyrir öndverðu, HiS gullna tóm og arfur þess ósparir að vinna hetjudáðir í ridd- aralegum ástum og bardögum útaf sóma sínum, uppáfærðir og vopnað- ir einsog meginlandsgreifar á dögum söguhöfundar. Orsök þess að sagnfræði á erfitt að útlista upphaf okkar sem þjóðar er sú staðreynd að fyrstu 130 ár þjóðarævinnar höfðum við ekki let- ur. Þar sem ekki er letur, þar er eingin saga. Island var bygt af alger- lega óskrifandi bændum og fiski- mönnum úr Vesturnoregi að því er framast verður séð; ekki einusinni örmull af rúnum hefur fundist í landinu úr tíðinni fyrir kristnitöku, einsog títt var að rísta í töfraskyni eða minníngar sumstaðar á norrænu svæði. Ólæsi heldur velli uns komið er lángt frammá kristinn tíma. Stafróf hefur ugglaust borist í landið á messutextum handa klerkum. Þó hærri klerkastétt hér hafi hlotið að samstanda af útlendum trúboðum fyrst í stað er vitað að úngir menn voru snemma uppfræddir í klerka- fræðum á trúboðsskólum sem út- lendíngar settu hér til bráðabirgða uppúr árinu 1000. Mál þjóðarinnar er ekki farið að setja á bók svo menn viti fyren seint á öðrum tugi tólftu aldar; enda ekki mikill siður á mið- öldum að setja þjóðtúngur á bók. Samt má segja að hér hafi ekki fram- ar verið algert ólæsi eftir að upp voru komnir innan þjóðfélagsins 227
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.