Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 109
þegar færi gafst í menningarbylting-
unni og það er sönnun þess að allir
kínverskir kommúnistar eru Maosinn-
ar, hvað svo sem víðlesin blöð vilja
vera láta.
Þótt menn séu sömu andlegrar ætt-
ar, er engin trygging fyrir því að
þeir séu á einu máli um allt hvernig
svo sem á stendur. Það urðu átök og
sviptingar með kínverskum kommún-
istum löngu fyrir menningarbylting-
una. Til dæmis má nefna að eftir
fyrsta ár „stóra stökksins fram á við“
komu vissir afturkippir af stað heit-
um umræðum á fundi miðstjórnar
kommúnistaflokksins sem haldinn
var í Lúsjan í ágúst 1959. Kínversk-
um blöðum verður tíðrætt um þessar
deilur nú, átta árum síðar, til þess
að fordæma afstöðu Peng Te-hvæ,
sem hefur orðið tákn „endurskoðun-
arstefnunnar“.
Peng Te-hvæ marskálkur var
þrautreyndur flokksmaður sem naut
mikils álits sem herforingi og land-
varnaráðherra. Hann sendi Mao Tse-
tung bréf 14. júlí 1959, þar sem
hann lýsti ástandinu í Kína „með
hinum dekkstu litum“. Við vitum
ekki hvernig bréfið allt hljóðaði, en
tilvitnun í það sem nýlega var birt
veitir nokkra hugmynd um svartsýni
marskálksins: „Væru kínverskir
bændur og verkamenn ekki jafn
traustir og þeir eru, myndu hafa
Menningarbyltingin kínverska
gerzt hjá okkur atburðir á horð við
þá sem urðu í Ungverjalandi og við
hefðum neyðzt til að biðja um að-
stoð sovézks herliðs“.
Ef trúa má þeim uppljóstrunum
sem síðar hafa verið hirtar, taldi
Peng Te-hvæ það hættuspil að fá
varðsveitunum vopn og fela hverri
alþýðukommúnu stjórn sinnar eigin
litlu „hersveitar“. Það var hans skoð-
un að brýna nauðsyn bæri til að
komið yrði á laggirnar vel skipu-
lögðum her sem væri snar í snúning-
um og gæti skorizt í leikinn í tæka
tíð til þess að bæla niður hvaða upp-
reisn sem brotizt gæti út. Hann mælt-
ist einnig til þess að kínverski her-
inn yrði búinn þungum hergögnum
og að landamærin yrðu víggirt til
þess að hindra að óvinir Kínverja
færðu sér í nyt erfiðleika þeirra
heimafyrir.
Peng Te-hvæ hafði ekki gefið kost
á sér til formennsku í flokknum og
sóttist ekki eftir því að víkja Mao
úr sessi. Kröfur hans voru takmark-
aðar við þarfir hersins og ekkert
bendir til þess að hann hafi í bréfi
sínu lagzt gegn stefnu flokksins í
öðrum málum. En augljóst er að
sú leið sem Peng Te-hvæ vildi fara
lá í gagnstæða átt við stefnu Maos
í þjóðfélagsmálum. Mao hafði jafn-
an talið herinn nauðsynlegt vopn í
hinni pólitísku baráttu, hann átti að
vera öðrum til fyrirmyndar, bylting-
arandi öreiganna holdi klæddur og
315