Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 51
Gamli-Björn Nú hafði sú fluga fest sig í höfðinu á Birni, að Eyjólfur hefði útdeilt Elísabetu meðulum, sem hafi gert hana óhæfa til að eiga barn. „Jú, ég held það. Mikið er ég hræddur um það.“ Menn urðu til að ganga á Björn, hvaða rök hann hefði fyrir þessu. Þá sagði hann söguna, sem hér fer á eftir: „Ég skal segja þér. Það var einu sinni, að hann var sóttur til hennar Elísabetar. Hún var veik, jú hún var mikið veik. Eyjólfur sagði, að gangur sjúkdómsins væri þannig, að hann yrði að vaka yfir henni eina nótt til þess að gefa henni inn við og við. Jú, hann sat yfir henni um nóttina og var að gefa henni inn. Það var dimmt í baðstofunni. En ég sá samt, hvað fram fór. Ég sá, hvað fram fór. Ég sé, að eignin er farin að fletta upp sænginni hjá Elísabetu og kominn með annan fótinn upp í. En hún svaf. Þá sá ég, hvað ógæfunni var. Nú fór ég að hasa mér í koppinn og ræskja mig. Þá fer eignin gamla að hvá. Ég segi eins og við sjálfan mig: „Það er víst gamli kötturinn breima.“ Þá labbar óveran ofboð sneypulega í rúmið sitt aftur. Já, ofboð var hann sneypulegur. Jú, hann ætlaði sér það þá. En hvað eignin gat verið bíræfin. Mikil ógn gat verið að sjá það.“ Það varð síðar lýðum ljóst, að Björn hafði ofmetið meðul Eyjólfs hómo- pata til barneignavarna eða hann hefur gefið Elísabetu inn aðra dropa, nóttina sem gamli kötturinn fór á kreik. Aður en Björn byrjaði að búa, var hann vinnumaður hjá séra Þorsteini Einarssyni á Kálfafellsstað og formaður fyrir einu skipi prests. Það hét Litlavon. Þá hlekktist honum eitt sinn á í lendingu, svo að skipinu hvolfdi. Enginn gat séð, að Björn bilaði kjarkinn við þetta áfall, þó að ljótt væri. Halldór Jakobsson, bóndi í Hestgerði, orti um Björn, þegar hann var formaður fyrir Von: Bjöm er nefndur, Björns er son, burðaþrekinn, slyngur, formaður er fyrir Von, frækinn kynmæringur. Sumir sögðu sjómæringur. Séra Þorsteinn var framtaksmaður. Hann gerði út þrjá menn norður á jökla til þess að leita þar að afréttarlöndum. Til þeirrar ferðar fóru Gamli- Björn, Jón gullsmiður og Jón Markússon, vinnumaður prests. Þeir gengu upp á suðurbrún Vatnajökuls. Þaðan sáu þeir fjall eitt í norðri eða norð- austri. Sýndist þeim það ekki all-langt undan og tóku stefnu þangað. Þeir gengu lengi dags, en fjallið virtist alltaf jafn fjarlægt. Þeir höfðu með sér 17 TMM 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.