Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar
Jón Steingrímsson stendur atburð-
um nær en við sem horfum yfir alda-
djúp. Hann sér þá í öðru ljósi. Hann
lifði þá sjálfur. Hver sé hin eðlilega
skýring á því sem gerðist getur legið
milli hluta og engin ástæða til að
halda að brotin hafi verið nein nátt-
úrulögmál. En síra Jón stóð með
söfnuði sínum frammi fyrir ógnum
elds og dauða, sá með eigin augum
hraunflóðið stefna á kirkjuna og
stöðvast í affallandi farvegi með und-
ursamlegum hætti. Hann var sam-
gróinn þeirri öld sem vildi yfirþyrma
hann, bar trúarglóð hennar í brjósti,
í einu og öllu hertur í sama eldi og
fólkið í kringum hann. Síra Jón gat
sem aðrir prestar í hans byggðarlagi
skotið sér undan ábyrgðinni, en hann
flýði ekki af hólmi heldur tók örlög-
in á sig. Þjáning hópsins í kringum
hann, meðbræðra hans, verður þján-
ing hans sjálfs, líf þeirra verður á
hans ábyrgð. „Eg hlaut öllum mín-
um ræðum og prédikunum svo að
haga sem tíminn nú útheimti“. Hann
stríddi með fólkinu, og söfnuðurinn
treysti á hann. „Vér vitum ei né
heyrum um getið, að nokkur maður
í landinu hafi afliðna eldtíð meira
liðið eða lagt á sig ...“, segir eitt af
sóknarbörnum hans. „Helzt hlaut eg
að kenna að guð gerði alla hluti vel
...“. Hann vissi sig til þess kallaðan
að halda uppi kjarki og trú. Gat þá
þetta atvik verið smátt í augum hans?
Oðru nær. Hann lifði hér sína stóru
stund. Það varð eldskírn hans, sjálf
staðfestingin á trú hans frammi fyrir
söfnuðinum. En hví lætur það þá svo
lítið yfir sér í frásögn síra Jóns?
Bregzt honum frásagnargáfan þegar
kemur að hátindi sögunnar? Má vera
eða ekki. Hér eins og oft endranær
hlýðir frásögn Jóns Steingrímssonar
innri rökum. Það sem gerðist með
stöðvun eldsins ber ekki að skoða
einangrað. Það verður ekki skynjað
nema í samhengi allrar ævisögu síra
Jóns, alls þess er hann og söfnuður
hans hafa orðið að þola, og verður
ekki heldur skynjað nema í Ijósi ald-
arinnar, alls þess sem þjóðin sjálf
varð að þola og líða. í augum síra
Jóns gerðist ekkert sérílagi undra-
vert, að vísu dásemdarverk, en ekk-
ert einstakt, heldur eitt af fleirum
sem „guð veitti sínum börnum fyrir
andaktuga bæn“. Einmitt látleysi
þessarar frásagnar bregður nýju ljósi
yfir tímana. í augum þess er lifir at-
burðarásina, stendur í eldraunum
Skaftárelda, sér daglega sigra yfir
ógnum þeirra, er stöðvun eldsins á
stund bænarinnar aðeins eitt dá-
semdarverkið af fleirum. En það hef-
ur engu að síður orðið að lýsandi
tákni, að ógleymanlegri mynd, og í
ljósi aldanna má líta á það sem ör-
lagastund í sögu þjóðarinnar.
Og bregðum nú aftur upp mynd af
draumnum hér að framan sem eins
og í svigum var skotið inn í söguna
og brá ljósi yfir öldina. Hann var
252