Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 107
með ofbeldi sína eigin lausn upp á
vankunnandi, ef ekki ófúsan, lýðinn,
heldur trúðu þeir því að þeir hefðu
fundið sósíalistískt svar við óljósum
og þokukenndum óskum bændanna.
Það er staðreynd að kommúnurnar
fengu talsverða sjálfstjórn, að þær
voru hvattar til að koma sér upp sín-
um eigin varnarsveitum og þeim
fengnar byssur í miljónatali. Stalín
hefði ekki komið til hugar að láta
bændur fá vopn í hendur á þeim ár-
um þegar valdi var beitt til að koma
á fót samyrkjunni í Sovétríkjunum,
enda gerði hann sér engar grillur um
vinsældir þeirrar stefnu.
Mao var hins vegar sannfærður
um að kommúnurnar væru í fullu
samræmi við þarfir og óskir alþýðu
manna og hann lét þá sannfæringu í
Ijós með nokkrum frægum setning-
um: „Fátækt og örbirgð eru meðal
sterkustu einkenna 600 miljóna íbúa
Kína. Þótt þær virðist slæmar, eru
þær í rauninni góðar. Fátæktin knýr
til breytinga, athafna og byltingar.
Allt má gera við auða pappírsörk; á
hana má skrifa og draga það sem
ferskast er og fegurst."4
Frá þeirri stundu var sköpun hins
nýja manns og útbreiðsla kommún-
istísks siðgæðis um allt þjóðfélagið
látin ganga fyrir öllu. Mao bar einnig
algert traust til afkastagetu alþýð-
unnar sem kommúnurnar hefðu fyllt
eldmóði, og skýrir það undarlega
bjartsýni hans á furðuverk „stóra
Menningarbyltingin Icínverska
stökksins fram á við“. Sú bjartsýni
reyndist brátt byggð á tálvonum, en
vonbrigðin í efnahagsmálum nokkur
næstu ár grófu ekki undan þeirri
sannfæringu hans að hann hefði val-
ið rétta stefnu. Aukning framleiðsl-
unnar var honum aldrei meginmark-
miðið, hún átti aðeins að vera „auka-
hagnaður“ af stefnu hans.
„Þrjú vígorð flokksins": Lengi lifi
„meginstefnan“!, Lengi lifi alþýðu-
kommúnurnar!, Lengi lifi stóra
stökkið fram á við!, voru j afnvel enn
á dagskrá eftir að aftur hafði verið
slakað á í stjórn atvinnumála og
horfið hafði verið frá þeim fram-
leiðslumörkum sem sett höfðu verið
árið 1958. Þessi vígorð hafa verið
endurmáluð á hverju ári og skreyta
enn hvern vegg, í borg og byggð, um
allt Kína. Svo er látið heita að „meg-
instefna“ Maos hafi ekki breytzt frá
1958.
Ef farið er eftir því mati sem á
vesturlöndum er lagt á hagkvæmni í
atvinnurekstri, þá er „fjarstæða“
Kínverja fólgin í þessari trú Maos á
að hægt sé að skapa hina sósíalist-
ísku manngerð fyrirvaralaust og í
þeirri ætlun hans að láta stjórn efna-
hagsmála lúta því forgangsatriði. En
Mao valdi ekki þessa stefnu gegn
ráðum „samherja sinni í stjórnsýslu
og iðnaði“, eins og sumir vilja halda
fram nú. Hún var í upphafi sam-
þykkt án vandkvæða af forystumönn-
um sem mótazt höfðu af sömu reynslu
313