Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 137
Yfirlit yfir gullforða landa eru að
staðaldri birt, beinlínis eða óbein-
línis. Bandaríkin birta skýrslur um
gullviðskipti sín. í öðrum löndum
birta fjármálayfirvöld á tilgreindum
árstíma skýrslur um samsetningu
gjaldeyrisforða þeirra.
iii. Gullmarkaðir
Bandaríkin og Bretland leyfa ekki
ríkisborgurum sínum að verzla með
gull eða hamstra gulli. í flestum öðr-
um löndum er mönnum heimilt að
eiga gull.
Gullmarkaðurinn í London hefur
verið helzti gullmarkaður í heimi,
síðan hann var opnaður að nýju
1954. Á þeim markaði er mestöll
gullframleiðsla Suður-Afríku seld, en
aðeins þó gegn gjaldmiðlum, sem án
hafta verður skipt í aðra gjaldmiðla.
Alla jafna hafa gjaldmiðlar sterlings-
svæðisins ekki verið teknir gildir á
gullmarkaðnum í London. Erlend
fyrirtæki og stofnanir geta keypt og
selt gull á markaði þessum, en það
er þeim óheimilt í Bandaríkjunum.
En helztu kaupendurnir hafa verið
seðlabankar í öðrum löndum, eink-
um evrópskir seðlabankar. Og talið
er, að seðlabankinn í Vestur-Þýzka-
landi hafi keypt mestallt gull sitt á
markaðnum í London.
í ýmsum öðrum löndum, svo sem
Frakklandi, eru gullmarkaðir. Einn-
ig eru gullmarkaðir í Beirut, Tangier,
Macao og Hong Kong. En að jafnaði
Staða gulls í alþjóðaf jármálakerfinu
gengur ekki mikið magn gulls kaup-
um og sölum á þessum mörkuðum,
þótt á þeim sé seldur nokkur hluti
gullframleiðslunnar í heiminum.
Gullframleiðslan í heiminum, ef
Ráðstjórnarríkin eru undanskilin,
hefur þennan áratug numið um 1.300
milljónum bandarískra dollara á ári.
Gullsala Ráðstjórnarríkjanna hefur
að undanfömu numið nokkrum
hundruðum milljóna bandarískra
dollara á ári. Til iðnaðar hefur gull
að undanförnu verið keypt fyrir um
einn milljarð bandarískra dollara á
ári.
iv. GullverðiS
Á gullmarkaðnum í London sveifl-
ast gullverðið upp og niður frá degi
til dags. „Auðsætt er, að hverju sinni
yrði markaðsverðið það, sem svaraði
til þess, að framboð yrði jafnt eftir-
spurninni, ef til íhlutunar stjórnar-
valdanna kæmi ekki ... kaup og söl-
ur ... eru við (bandarískum) doll-
urum, en verðgildi dollarsins er á-
kvarðað af gengi hans gagnvart ster-
lingspundinu í svipinn ... Það voru
þessi viðskipti, sem hrundu af stað
gullkreppunni í október 1960, en þá
barst aðeins lítið eitt af gulli upp í
eftirspurnina, svo að verðið hrökk
snögglega upp og komst upp yfir 40
bandaríska dollara fyrir hverja únsu.
Þessi skyndilega verðhækkun færði
mönnum heim sanninn um nauðsyn
þess að vernda gjaldeyrismarkaðina
343