Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 111
fylktu ekki liÖi með þeim á alþjóða- vettvangi. Við vitum það nú, að Kín- verjar neituðu að láta undan og hefndarr áðstaf anir Sovétríkj anna ollu efnahag þeirra ómetanlegu tjóni. Kínversk blöð hafa lítið sagt frá þeim umræðum sem urðu í æðstu stjórn flokksins um þessi mál, og enginn hefur verið sakaður um að hafa hvatt til uppgjafar. En í sept- ember 1967 hirtu þau stutt fyrirmæli sem Mao Tse-tung gaf flokksforingj- um á þeim tíma: „Mao formaður hefur sjálfur vegið og metið þá reynslu sem fékkst í Stóra stökkinu fram á við og hefur sett saman ,Starfsskrá stáliðjuvers- ins í Ansjan' sem andstæðu við ,Starfsskrá stáliðj uversins í Magni- togorsk1 sem hinir sovézku endur- skoðunarsinnar sömdu. Hún var hyggð á fimm meginreglum: Látið stjórnmálin áfram vera höfuðatrið- ið; eflið forystu flokksins; komið af stað mikilli fj öldahreyfingu; kom- ið á kerfi þar sem foringjar vinna að framleiðslustörfum og verkamenn taka þátt í stjórn fyrirtækisins; end- urskoðið úrelt fyrirmæli og reglu- gerðir og komið á náinni samvinnu milli foringja, verkamanna og tækna svo að unnið verði röggsamlega að tæknibyltingunni". Þessi fyrirmæli Maos endurspegla vafalaust reiði hans, þegar hann komst að því að horfið hafði verið aftur til þess að hvetja menn til auk- Menningarbyltingin kínverska inna afkasta með loforðum um hærri laun, því að þar er að finna þá megin- reglu sem stendur huga hans næst: „Látið stjórnmálin áfram vera höf- uðatriðið“. Þrátt fyrir hina gífur- legu efnahagsörðugleika var hann ó- fús til þess að falla frá frumatriðum „stóra stökksins fram á við“ og lausn hans var af ætt „vinstrisinna“: Horf- ið skyldi aftur til fjöldahreyfinga og aukinnar hlutdeildar verkamanna í stjóm fyrirtækjanna. Það var ekki auðvelt að fara eftir þessum vígorð- um þegar vandræði steðjuðu að úr öllum áttum og allt bendir til þess að í þeim umræðum sem áttu sér stað hafi félögum hans tekizt að sannfæra hann um að nauðsynlegt væri að bíða betri tíma til þess að koma af stað þeirri hreyfingu sem honum var svo mikið kappsmál. Nú er okkur aðeins sagt að leið- togar „endurskoðunarsinna“ hafi fært sér í nyt „erfiðu árin þrjú“ til þess að láta undan auðvaldstilhneig- ingum á öllum sviðum efnahagslífs- ins. Þeir heimiluðu t. d. bændum að rækta sína eigin landskika og koma aftur á frjálsum markaði með þær búsafurðir sem óskammtaðar voru. Þeir hafi verið svo gagnteknir af framleiðslunni að Teng Hsiao-ping, sem þá var framkvæmdastjóri flokks- ins og nú er annar aðalsakborningur- inn við hlið Líú Sjao-sji, hafi kom- izt að orði á þessa leið: „Einkabú- skapur er leyfilegur ef hann eykur 317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.