Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 63
Veran, leikurinn og óskin
ekki. Hún skín. Flestir nota ísskæni í stað rúðuglers. Það bráðnar aldrei
heldur þykknar vegna andgufu úr vitum manna og verður að lokum ógagn-
sætt. Þá er því fleygt. Sóltungl gnæfir í suðri en granítfjöll loka fyrir mið-
nætursól. Allt er jökulkalt og eilíft. Líti maður með gleraugu í norðurátt, þá
springur glerið. Þar af kemur grænlenzki málshátturinn, gler í glugga er
gagnslaust í skugga. Á grænlensku heitir sólarlagið söl kalda logans, sagði
maðurinn og strauk svita af andlitinu.
Hvernig er það, spurði Sveinn, hlýðir eskimóinn almennt kalli síns tíma.
Eða er hann sjálfsprottinn og lifir í glópsku.
Fólk fæðist þarna á sama hátt og í heiminum, svaraði maðurinn. Ýmsir
ná tvítugsaldri, algrænlenzkum aldri. Vilji fólk vera þjóðlegt stendur það á
tvítugu unz það verður eldgamalt. Það er að segja til dauðadags. Eftir
dauðann fylgja þeir tímanum og ná andaaldri. Á honum liggja menn í gröf-
inni famvegis öðrum til eftirhreytni. Framvegis er sérstakt óákveðið sér-
grænlenzkt skeið. Falli heppni í skaut hins látna verður hann eilífur andi.
Samt hef ég séð miðaldra eskimóa á mynd, sagði Sveinn.
Kannski árið þarna sé lengra en í siðmenningunni, sagði konan, einhver
skrælingjaár. Einn dagur kannski þúsund ár.
Við teljum aðeins upp að tuttugu, svaraði maðurinn. En sumir núorðið
vilja elta erlenda tízku og taka sér danskan aldur sem kallað er. Enginn sem
elskar jökulinn sinn, puisse eða frelsið verður tuttugu og eins. Nei. Jafn-
gamall sjálfum sér svífur heimakær andinn kringum eldstóna og nýtur
dauðans á meðan allt grænlenzkt stendur óhaggað. Já við erum voldug þjóð
og gætum brætt jökulinn og sökkt heiminum á bólakaf, sagði hann ógnandi.
Hins vegar bráðni jökullinn leysist sálin úr viðjum dauðans. Ævin fram-
vegis hún hverfur og líf framtíðarinnar öðlast dauða fortíðarinnar. Og
hvernig í ósköpunum gætum við lifað við slíkt, hrópaði Mulagok mikli spá-
maðurinn frá Nassak. Engin tvísýn grænlenzk kona gleddist yfir því. Unz
hinn langþráði tími tímans rennur upp af engu reisa menn hús sín á sleðum
sem hundurinn dregur milli veiðistöðva. Tími tímans lætur sama selinn leita
aftur og aftur og endalaust í sömu vökina. Þá mun Mulagok skipa þjóð sinni
að lyfta húsum af sleða, taka sér fastan bólstað á jörðinni og lofsyngja djöf-
ulinn. Tilganginum er náð þótt enginn þekki tilganginn. Og á kvöldin söng
Mulagok í lygnu sólarlagi söng eftir Hendrik Lund.
Ilano unulermat
ingerdlalerpunga
269