Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 93
Tvö bréf
Nokkrar skýringar: Bréfin eru varðveitt í Lbs. 2663. 4to, en það er handrit af Hún-
vetningasögu. Gísli hefir skrifað ýmsar viðbætur á sendibréf, sem hann hefir fengið,
og meðal þeirra þessi. Fyrra bréfið liggur laust, en hið sfðara er saman brotið og saumað
inn í bókina. Stafirnir, sem eru innan homklofa, hafa fallið burt, sumir molnað úr
blaðrönd, en hinir undan sauminum.
Gudmann var lengi kaupmaður á Akureyri, en Nisson á Hofsósi og Grafarósi.
Gísli Jóhannesson (1817—1866) var við háskólanám í Kaupmannahöfn, fór síðar í
Prestaskólann og varð prestur á Reynivöllum.
Frá dvöl Konráðs í Kreischa er greint í bréfum hans til Brynjólfs Péturssonar, sem
nýlega hafa komið í leitirnar, og í bréfi til Jónasar Hallgrímssonar. Konráð var þama
lengi sumars, þó að förin kæmi ekki að þeim notum, sem til var ætlazt.
Þess má geta, að Konráði var veitt staðan við Lærða skólann í Reykjavík, en hann
tók aldrei við því starfi, en gerðist í stað þess kennari við Kaupmannahafnarháskóla
og síðar prófessor. Hann fór aldrei heim til íslands, þrátt fyrir sífelldar ráðagerðir um
heimför. Eufemia Benediktsdóttir, móðir Konráðs, andaðist árið 1847.
Aðalgeir Kristjánsson.
299