Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 119
ingarbyltingarinnar og stóð næstum
tvær vikur. Það er ljóst að á þessum
fundi var skipt um menn í æðstu
stöðum flokksins; sumir leiðtogar
voru skipaðir í mjög mikilvæg emb-
ætti, en aðrir voru lækkaðir í tign.
En jafnvel á máli sem þessu hafa
engar skýringar verið gefnar.
En kínversk blöð fræða okkur um
að Mao formaður hafi hafið fundinn
1. ágúst með því að festa upp í and-
dyri byggingar miðstjórnarinnar
handritað veggblað með fyrirsögn-
inni: „Beinið eldinum að aðalstöðv-
unum!“ í því lýsti hann aðdáun
sinni á hinum ungu uppreisnarmönn-
um sem í fimmtíu daga hefðu haldið
uppi frækilegri baráttu í háskólunum
og vanþóknun sinni á þeim sem reynt
hefðu að þagga niður í þeim. Hann
bætti við að þær röngu aðfarir hefðu
ekki stafað af neinni tilviljun, heldur
væru þær í samhengi við þau frávik
sem í Ijós hefðu komið í starfi flokks-
ins nokkur síðustu ár; allt þetta
sannaði að hópur burgeisa hefði
komið sér fyrir í innsta hring fram-
kvæmdastjórnar flokksins.
Núna, meira en ári síðar, er því
bætt við í Peking að þessu veggblaði
Maos hafi aðallega verið beint gegn
Líú Sjao-sji. Mao Tse-tung hafi þeg-
ar verið orðið Ijóst að Líú var reiðu-
búinn að fara með hlutverk „Krúst-
jofs Kína“, hann myndi vera sá end-
endurskoðunarsinni sem ætlaði að
sölsa til sín völdin þegar færi gæfist;
Menningarbyltingin kínverska
„í langvarandi baráttu sinni gegn
þeim sem æðstur var (þeirra sem
völdu auðvaldsleiðina) hafði Mao
formaður gert sér Ijósa metnaðar-
girnd hans og komizt að raun um að
flokknum stafaði mesta hættan af
honum“.
En fyrst hugur hans var ráðinn,
hvers vegna lét hann þá ekki mið-
stjórnina víkja brott þessum hættu-
lega náunga þegar í stað? Það var
vegna þess, segja kínversku blöðin,
að „samkvæmt byltingarstefnu Maos
formanns krefst eyðilegging aðal-
stöðva burgeisanna afdráttarlausrar
herkvaðningar fjöldans, en verður
ekki komið í verk með þeirri ein-
földu skipulagsráðstöfun að segja
upp hvers kyns embættismönnum“.
En þessi síðbúna skýring virðist
lítt sannfærandi. Ef kveðja á fjöld-
ann til vopna gegn einhverjum, þá
myndi venjan vera sú að á þá sé bent
og frá því skýrt hvað þeir hafi brotið
af sér. En þótt Líú Sjao-sji væri lækk-
aður í tign, var hann áfram einn af
mikilvægustu leiðtogum landsins og
stóð við hlið Mao Tse-tung á mörgum
útifundum rauðu varðliðanna sem
haldnir voru á Torgi hins himneska
friðar haustið 1966. Hvernig var
hægt að ætlast til þess að óvinurinn
leyndist bak við andlitsdrætti manns
sem enn var einn af nánustu sam-
herjum Maos? Og hvernig á að skýra
það að þessi andstæðingur hélt á-
fram að undirrita áskoranir frá mið-