Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 57
Gamli-Björn
Nesjum. Þar var nýbúið aS reisa einlyft timburhús. Þeir gengu um húsið
og skoSuSu þaS vandlega og undruSust mjög þvílíka höll. Gekk svo fram af
Þorsteini, aS hann gat ekki orSa bundizt: „Þó aS Kristján konungur hefSi
komiS hingaS, þá hefSi hann ekki tekiS sér til aS vera boSinn inn í þetta
hús.“ Björn tekur undir: „Ne-ei, þaS hefSi ekki Kristján gert.“
Um síSustu aldamót var Björn vinnumaSur hjá GuSmundi SigurSssyni,
bónda á Skálafelli í SuSursveit. GuSmundur var músíkalskur og eins voru
börn hans sum. Þar skemmti Björn oft í rökkrunum meS söng. HópuSust
þá börnin saman í kringum hann til þess aS hlusta og syngja meS honum.
Hann vildi láta þau, sem sungiS gátu, syngja meS sér. Þorsteini, syni GuS-
mundar, er þaS sérstaklega minnisstætt, þegar Björn söng: „Sjá himins
opnast hliS“.
Fólki var þaS líka í minni, þegar hann söng allt kvæSiS: „AtburS sé ég
anda mínum nær“, liggjandi á bakinu uppi á rúmi.
Björn var eitthvert skeiS vinnumaSur hjá Steini afa mínum á BreiSa-
bólsstaS. Þar sá ég hann mylja pent og varS starsýnt á vinnubrögS hans.
Þá tíSkaSist aS mylja pentiS meS trékvísl, og stóSu menn hálfbognir aS
mulningunni. En Björn sat aS verkinu og muldi penturnar meS höndunum
og færSi sig þúfu af þúfu. Þetta hafSi ég aldrei áSur séS og fannst þaS
skrýtiS og ekki þokkalegt og fór aS hugsa um, hvort Björn hefSi ekki fengiS
kartneglurnar af aS gaufa svona í kúamykju.
Einhverntíma, þegar Björn var á BreiSabólsstaS, varS þeim harkalega
sundurorSa Steini og honum. Reiddist Björn mjög og hrifsaSi saman dót
sitt, kastaSi því niSur í kistu, smellti kistunni í lás, snaraSi utan um hana
bandi, kippti henni á bak sér og var genginn úr vistinni. Hann hélt vana-
lega leiS upp túnin, upp svo kallaSar Messugötur, meS kistuna á bakinu,
og hefur sennilega ætlaS sér austur í Borgarhöfn, en þaS mun vera hátt í
þriggja klukkutíma gangur. En þegar Björn hefur fariS tæpar þrjár mín-
útur, nemur hann staSar, lætur kistuna síga til jarSar og sezt á hana. Þá
gekk einhver til hans frá BreiSabólsstaS og fékk hann til aS snúa viS, og
sættust þeir Steinn heilum sáttum. En þvi hafSi Björn orS á út í frá eftir
sættir, aS þaS væri svo ógnmikill ofsinn í honum Steini, þegar hann reiddist.
Gamli-Björn hafSi einkennilegan frásagnarmáta. Hann sagSi frá hægt
og stillilega, lygndi viS og viS aftur augunum og varS þá andlitssvipurinn
eins og Björn væri í móki. Hann ýrSi út í frásögnina góSlátlegu gamni,
stundum nöpru skopi. Hann tíSkaSi líka þann hátt á frásögn, aS endurtaka
í allri sögunni viss orS og setningar, stundum til áherzlu, stundum til aS
263