Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 69
Veran, leikurinn og ðskin
sjáum aldrei æðri tilverur. Mestan part dagsins er ég hvorki eitt né neitt. En
hann hlýtur minnsta kosti að hafa haft eitthvað saman að sælda við móður
sína í níu mánuði.
Karlottu Petersen konuna mína gerþekki ég, sagði gesturinn.
Flúðirðu land beint úr mömmu þinni, spurði Kristján.
Aldurinn kemur ósjálfrátt, sagði gesturinn. Þegar vitið kom fór ég að
heiman. Þegar ég fór þá hugsaði ég.
Mammapabbi, jarmaði Boggi. Ég er steinn.
Fyrst reyndi ég að ílendast á vesturströndinni, hélt gesturinn áfram. Mér
mistókst. Ég prófaði austurströndina. Þar gafst ég upp. Ég kúskaði fyrst í
Hamborg. Melitta mín ójújújú, raulaði gesturinn og sleikti út um af ánægju.
Gerðu þær þig landrækan, spurði Sveinn.
Ég átti peninga, svaraði gesturinn. Hinir verða galdramenn. Þá lemja þær
með spýtum en þeir rugla þær og sofa saman í hópum og líka hjá hundum.
Galdramaður er hvorki kátur né hryggur. Hann skynjar allt og hefur bara
sjálfan sig og sína siði í sínum heimi.
Einhverra hluta vegna er sama sinnið sem skinnið, sagði konan.
Hví fékkstu ekki hæli hjá Melittu, spurði Sveinn. Maðurinn virðist einna
helzt eiga ættland þar sem klof hans finnur frið.
Þá koma peningarnir, sagði konan.
Ég fór ekki að heiman til að eiga heima, svaraði maðurinn. Ég fór til þess
að fara.
Heyrðu, spurði Kristján. Hefurðu séð ísbirni.
Enginn trúði ég væri grænlenzkur af því ég hafði aldrei séð ísbirni, svar-
aði maðurinn. Ég fór í dýragarð svo þeir tryðu mér. Þar sat Karlotta.
í dýragarði New York fannst ekki bréfsnepill hvað þá handklæði sögðu
stelpurnar. Er þetta jafn aumt á norðurlöndum, spurði konan.
Karlotta sat á bekk, sagði gesturinn vandræðalega.
Eru dýragarðar eitthvað undarlegir, spurði konan.
Sumar klappa dýrum en velja menn, sagði gesturinn. Þessu er öfugt farið
heima. Þar velja þær sleðahundana vandlega.
Sú hvíta treystir á dómgreindina í stað þess að prufukeyra, sagði Sveinn.
Hún heldur að kvenréttindi séu að herma eftir karlmanninum.
Núna er fólk heima farið að velja vörurnar, sagði gesturinn. Þar hefst ein
spillingin. Búðarmennirnir eru hvítir með langar neglur en hárið greitt aftur.
Þeir brosa með gull í mimninum. Þá pískra þær. Þá sveifla þeir klútum og
senda fingurkossa. Þær engjast úti í horni. Þá býður hann einni í einu að
275