Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 22
Tímarit Máls og menningar menn sem feingust við að stauta sig frammúr saltara. Við vitum ekki hve- nær undirbúníngur var að því haf- inn að semja þjóðtúnguna við letur. Nær elleftu öld miðri var sú ný- breytni upp tekin að senda einstöku íslendíng til náms í laungu alkristin lönd, Eingland Frakkland og Þýska- land. Við þekkjum nöfn og stöðu nokkurra af mönnum þessum. Þeir komu vitanlega heim aftur sem latínumenn. ísleifur biskup er fyrst- ur íslendínga sem fram stígur í ljós heimsins svo kunnugt sé, og einn ís- lendínga nefndur í útlendum ritum á elleftu öld. Hann er fæddur 1006, lærður í Herfurðu og vígður í Ham- búrg segir Adam af Brimum, 4. júní 1055 að Viktori II. á páfastóli en ekki undir Leó níunda einsog stendur í Íslendíngabók. Ekki bendir neitt til þess að ísleifur hafi nokkurntíma reynt að skrifa orð saman á íslensku. Eingin ummerki ritaðs orðs af neinu tagi eru til frá 11. öld á íslandi; ekki heldur vitneskja sem treysta megi um að nokkur íslenskur texti hafi orðið til á undan Ara og þeim lögfræðíng- um er gerðu Hafliðaskrá árið 1118. í næstum 200 ár var íslensku ríki stjórnað án stuðníngs af skrifuðu orði. Sæmundur prestur hinn fróði, fæddur 1056 og lærður í París, er fyrstur íslendínga talinn höfundur latneskra texta sagnfræðilegra; en vér þekkjum ekki þessa texta. Hitt er merkilegt að lærð ritgerð um mál- fræði á íslensku og páskatafla furðu- lega nákvæm 500 ár frammí tímann, hvorttveggja frá upphafi ritaldar á íslandi, skuli hafa orðið til — og geymst. Svo snemma á tímum var semsé farið að stunda hér lærðar greinar. Höfundur fyrstu málfræði- ritgerðarinnar svo nefndrar telur einn manna að „þýðíngar helgar“ hafi verið skrifaðar hér á undan Ara, en einginn veit hvað átt er við. Það er augljóst að Ari hefur sem sagnfræðingur orðið að byrja með tvær hendur tómar. Fyrir hans dag var ekki til skrifað orð sem unt væri að vitna til um nokkurn skapaðan hlut á íslandi; aðeins munnmæli. Sagnfræði ólæsra þjóða er munn- mæli, og hvernig ætti annað að vera? Ólæs bændaþjóðfélög eru einatt hóm- ersk; skáldskapur er styrkur þeirra. Það er leiðinlegt að ekki skuli vera til nein uppfinníng, einskonar Geiger-mælir eða karbónl4aðferð, til að kanna sagnfræðileg sannindi sem felast kunna í tiltekinni samstæðu af kellíngabókum og kveðskap sem tíðkast í leturlausu samfélagi vætta- trúarmanna einsog vér vorum upp til hópa frá landnámstíð og frammað kristnitöku, í 130 ár. Þetta ásigkomu- lag hefur varla breyst til muna næstu 120 árin eftir kristnitöku einsog fyr segir, uns Ari tók til að rita bækur af „skynsamlegu viti“, en svo kemst höfundur fyrstu málfræðiritgerðar- innar í Snorra Eddu að orði — því 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.