Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 134
Timarit Máls og menningar
eins þjóðfélagsumbrot og orðið hafa
í Kína frá þeim sjónarhólum þar sem
vizka og varfærni hreyfinga okkar
vinstrimanna á vesturlöndum njóta
sín, einfaldlega vegna þess að þeim
átökum verður ekki fundinn staður
innan þeirra þröngu takmarka sem
vinstrimönnum hættir oft til að ætla
marxismanum. Þeir eru svo hneyksl-
aðir á „öfgum“ Kínverja að þeir
ATHUGASEMDIR
1. „Nokkur atriði varðandi aðferðir for-
ystunnar", 1. júní 1943, Úrvalsrit (ensk út-
gáfa), III. bindi, bls. 120.
2. „Menningarstarf samfylkingarinnar“,
30. október 1944, Úrvalsrit (ensk útgáfa),
III. bindi, bls. 237.
3. Peking Information, nr. 49, 4. des-
ember 1967.
4. „Kynning á samvinnufélagi", 5. apríl
1958.
5. Orðið „umræða" eða „umræður" í
þessari ritgerð ber að skiljast í þröngri
merkingu. Því er ekki ætlað að tákna
óheftar og mótsagnakenndar umræður
um glöggt afmörkuð úrræði, heldur virka
þátttöku almennings í túlkuninni á hug-
myndafræði Maos. Okkur vantar rétta
orðið til að lýsa slíku fyrirbæri sem á eng-
an sinn líka.
6. Reyndar hafa þeir Kínafræðingar sem
hafa átt þess kost að lesa fyrstu útgáfu
bókar Líú Sjao-sji á frummálinu fundið
í henni kafla sem bera með sér að höfundur
hafa ekki einu sinni fyrir því að
kynna sér innri rök og margþætt eðli
menningarbyltingarinnar. En hvort
sem okkur líkar það betur eða verr
er nú að gerast í Kína nýr þáttur
sem kann að ráða úrslitum í sögu
kommúnismans á okkar dögum og
framtíð okkar er líka undir honum
komin.
var tortrygginn á hið lýðræðislega mið-
stjómarvald: „Lýðræði og miðstjórnarvald
eru tvö andstæð hugtök. En þessi andstæðu
orð, þessar hugtakslegu andstæður, endur-
spegla andstæður í raunveraleikanum.
Þetta endurspeglast í andstæðukenndu
skipulagi flokksins. Kerfi hins lýðræðis-
lega miðstjómarvalds í flokknum endur-
speglar andstæðurnar milli flokksfélaga og
flokksins, milli lágtsettra og háttsettra
flokksfélaga“.
En þessar athugasemdir, sem prófessor
Franz Schurmann telur sýna að Líú Sjao-
sji óttist að ekki verði hægt að samrýma
þörfina á aga í flokknum nauðsyninni á
sjálfstæðu framtaki hvers flokksfélaga,
fyrirfinnast ekki í seinni útgáfum bókar-
innar og eru af augljósum ástæðum aldrei
tilfærðar af gagnrýnendum Líús í Peking
nú.
7. Peking Information, nr. 9, 27. febrúar
1967.
Ásmundur Sigurjónsson þýddi.
340