Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 53
Gamli-Björn Sveinn skipti aflanum á meðan skipið var úti. Rannveig systir Sigurðar kom með hesta í fjöru undir hluti bróður síns. Sigurður veður að henni með skömmum og offorsi og segir alla þessa ógæfu stafa af komu hennar. Þórður Jónsson á Kálfafelli, þá tæplega fulltíða, tók við formennsku á skipinu í þessum róðri og hélt henni úr því. Með þeim hætti lauk völdum Gamla-Björns á Svaninum. Eftir þessa niðurlægingu fékkst Björn lítið við formennsku, fyrr en á efri árum. Þá var smíðað skip í Borgarhöfn. Smiðirnir voru Sigurbjörn, sonur Gamla-Bj örns, og Lárus Gíslason á Vagnsstöðum í Borgarhöfn. Skipið var skírt Lára, í höfuðið á Lárusi. Þetta féll Birni ekki vel í geð, fannst sonur sinn hafður út undan í nafngiftinni og vildi að skipið héti Sigurlára. Af því varð samt ekki. Þá var Sigurbjörn farinn að búa og Björn kominn í hornið hjá honum. Nú var Gamli-Björn dubbaður upp í formann á Láru. En svo fór um formennsku þá, að skipinu hvolfdi undir honum í lendingu, og í annað sinn kæfði milli lands og sjávar. Manntjón varð samt ekkert. Þá tók við formannsverkunum Jóhann Magnússon, hniginn að aldri. Hann var Rangæingur að uppruna, af Torfaætt. Það þótti Birni niðurlægjandi umskipti fyrir formannsferil sinn. En hann fékk fljótlega raunabót. Láru hvolfdi undir Jóhanni í lendingu og brotnaði svo illa, að hún fór ekki á sjó framar. Skipshöfnin komst þó lífs af. Björn var skrautgjarn að upplagi. Hann hafði yndi af fallegum fötum. Honum þótti gaman, þó að ekki væri meira, en að hafa mislitan klút um hálsinn. Hann gilti einu, hvernig litirnir á klútnum voru samansettir, en fannst fegurst, að sem mest bæri á þeim. Þegar hann hafði fallegan klút, lét hann endana vera utan á jakkanum og ýmist lafa niður á bringu eða liggja út á axlirnar og gaut þá augunum við og við til hliða til þess að sjá, hvernig endarnir skörtuðu á öxlunum. Líka hafði hann þann sið að brjóta klútinn í þríhyrnu og lét hyrnuna breiða sig niður á herðar. Þann klútburð tíðkaði enginn í Suðursveit annar en Gamli-Björn, en hann mun hafa tekið þetta eftir Lransmönnum. Eg man eftir frönskum skipstjóra — Björn myndi hafa sagt kapteini — sem hafði hálsklútinn svona. Björn kunni ákaflega vel við sig í síðri kápu. En það mun sjaldan hafa borið við, að hann hefði efni á að eignast nýja kápu. En stundum komst hann yfir uppgj afatötur og fannst þá dýrð sín mikil. Strauk hann þá stund- um niður ermarnar og tók um kápubarmana og hryllti sig og sagði: „Það er ógn gaman að eiga svona eitthvað utan yfir sig.“ Einnig þótti honum 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.